„Fullorðnir einhverfir Íslendingar sem glíma við margs konar andlegar og líkamlegar áskoranir koma alls staðar að lokuðum dyrum í kerfinu og fá því ekki lífsnauðsynlega þjónustu. Það er verið að mismuna þeim á forsendum fötlunar og það er klárt brot á íslenskum lögum og á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum,“ segir Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, og nefnir sérstaklega geðheilsuteymi Heilsugæslunnar. „Það voru ánægjulegar fréttir að þeim skyldi vera komið á laggirnar en svo kom í ljós að einhverfum er vísað frá á þeirri forsendu að ekki sé þekking innan geðheilsuteymanna. Þau eru því ekki ætluð öllum,“ segir Sigrún.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.
Einhverf án geðheilbrigðisþjónustu: „Háalvarlegt mál“
Stöðug glíma við samfélag sem gerir ekki ráð fyrir einhverfu fólki getur leitt til alvarlegra veikinda. Þetta segja viðmælendur Stundarinnar sem öll voru fullorðin þegar þau voru greind einhverf. Framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna segir þau tilheyra hópi sem fái ekki lífsnauðsynlega þjónustu sem sé lögbrot. Sænsk rannsókn leiddi í ljós að einhverfir lifi að meðaltali 16 árum skemur en fólk sem ekki er einhverft. „Staðan er háalvarleg,“ segir sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í einhverfu.
Athugasemdir (2)