Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Einhverf án geðheilbrigðisþjónustu: „Háalvarlegt mál“

Stöð­ug glíma við sam­fé­lag sem ger­ir ekki ráð fyr­ir ein­hverfu fólki get­ur leitt til al­var­legra veik­inda. Þetta segja við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar sem öll voru full­orð­in þeg­ar þau voru greind ein­hverf. Fram­kvæmda­stjóri Ein­hverf­u­sam­tak­anna seg­ir þau til­heyra hópi sem fái ekki lífs­nauð­syn­lega þjón­ustu sem sé lög­brot. Sænsk rann­sókn leiddi í ljós að ein­hverf­ir lifi að með­al­tali 16 ár­um skem­ur en fólk sem ekki er ein­hverft. „Stað­an er háal­var­leg,“ seg­ir sál­fræð­ing­ur sem hef­ur sér­hæft sig í ein­hverfu.

„Fullorðnir einhverfir Íslendingar sem glíma við margs konar andlegar og líkamlegar áskoranir koma alls staðar að lokuðum dyrum í kerfinu og fá því ekki lífsnauðsynlega þjónustu. Það er verið að mismuna þeim á forsendum fötlunar og það er klárt brot á íslenskum lögum og á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum,“ segir Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, og nefnir sérstaklega geðheilsuteymi Heilsugæslunnar. Það voru ánægjulegar fréttir að þeim skyldi vera komið á laggirnar en svo kom í ljós að einhverfum er vísað frá á þeirri forsendu að ekki sé þekking innan geðheilsuteymanna. Þau eru því ekki ætluð öllum,“ segir Sigrún.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sjöfn Geirdal skrifaði
    Dóttursonur minn var eitt hinna ósýnilega barn í skóla. Greindist 16 ára. Hann var ekki einhverjulegur lítill gutti.En hann var ekki alveg eins og aðrir hann vildi vera út af fyrir sig þegar hann fór að eldast. Við sem sáum hann sjaldan fannst ekkert athugavert við það enda ekki með vissu á hvað gekk á, ég amma hans fékk mikið þunglyndi rétt áður en hann fæðist og hef verið að glíma við það alla tíð,en tel mig góða núna enda að verða 70. Það er hræðileg tilhugsun um það ef hann veikist alvarlega að hann eigi hvergi inni á heilbrigðisstofnunum.ég held að heilbrigðisráðherra viti ekkert um hvað hann í hausinn á sér enda gamall íþróttamaður en ekki rétt undirbúin fyrir starfið þegar hann fékk það í hendur úr Svandísi sem vissi nú ýmislegt enn ég vona að ég lifi það af að hann og aðrir með einhverfu fái rétta meðferð á geð og heilbrigðisþjónustu.
    0
  • Þetta er svakalegt að lesa og alveg óviðunandi fyrir okkur sem samfélag
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ein í heiminum

„Við erum huldufólkið í kerfinu“
ViðtalEin í heiminum

„Við er­um huldu­fólk­ið í kerf­inu“

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að ein­hverft fólk sé frá blautu barns­beini gas­lýst dag­lega því að stöð­ugt sé ef­ast um upp­lif­un þess. Það leiði af sér flókn­ar and­leg­ar og lík­am­leg­ar áskor­an­ir en stuðn­ing­ur við full­orð­ið ein­hverft fólk sé nán­ast eng­inn. „Við er­um huldu­fólk­ið í kerf­inu,“ seg­ir Guð­laug sem glím­ir nú við ein­hverf­ukuln­un í ann­að sinn á nokkr­um ár­um.
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
ViðtalEin í heiminum

„Rosa­legt álag“ að vera ein­hverf úti í sam­fé­lag­inu

Elísa­bet Guð­rún­ar og Jóns­dótt­ir seg­ir að geð­ræn veik­indi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu af­leið­ing álags sem fylgi því að vera ein­hverf án þess að vita það. Stöð­ugt hafi ver­ið gert lít­ið úr upp­lif­un henn­ar og til­finn­ing­um. Hún hætti því al­far­ið að treysta eig­in dómgreind sem leiddi með­al ann­ars til þess að hún varð út­sett fyr­ir of­beldi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár