„Ég er einhverf listakona á litrófi,“ segir Frida Adriana, sem var greind með ódæmigerða einhverfu fyrir ellefu árum, þegar hún var þrítug. „Maður þarf því miður að fá allt staðfest á pappír til þess að það sé tekið mark á manni. Ég hafði lengi vitað að mínar andlegu áskoranir og öðruvísi skynjun væru ekki bara vegna heilalömunarinnar þó að fókus læknanna væri á henni. Einhverfan hefur hins vegar að mörgu leyti haft meiri áhrif á mitt líf en heilalömunin,“ segir Frida og bætir við að þar sem hún hafi verið fullorðin þegar hún var greind einhverf hafi hún getað valið þau orð sem hún noti þegar hún segi frá greiningunni. „Sjálfri finnst mér skrýtið að segjast „vera með“ einhverfu, það er eins og að vera með hatt en það er hægt að taka hattinn af sér en þú berð einhverfuna alla ævi, þú tekur hana ekki af þér og …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.
Einhverf listakona á litrófi
Frida Adriana Martins var greind með heilalömun þegar hún var ungbarn en segir að þó að líf hennar sem fjölfatlaðrar konu hafi verið fullt af hindrunum sé tilfinningaþreytan vegna einhverfunnar erfiðust. Hún leiði af sér kvíða og þunglyndi sem séu til komin vegna stöðugrar glímu við samfélag sem geri ekki ráð fyrir einhverfu fólki.
Athugasemdir (1)