Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Einhverf listakona á litrófi

Frida Adri­ana Mart­ins var greind með heila­löm­un þeg­ar hún var ung­barn en seg­ir að þó að líf henn­ar sem fjöl­fatl­aðr­ar konu hafi ver­ið fullt af hindr­un­um sé til­finn­inga­þreyt­an vegna ein­hverf­unn­ar erf­ið­ust. Hún leiði af sér kvíða og þung­lyndi sem séu til kom­in vegna stöð­ugr­ar glímu við sam­fé­lag sem geri ekki ráð fyr­ir ein­hverfu fólki.

Einhverf listakona á litrófi
Frida Adriana segir að þegar fólk spyrji hvernig einhverfan lýsi sér biðji hún það að ímynda sér að vera vafin inn í plast sem leiðir í gegnum sig alltof mikið ljós og hávaða. Þannig líði henni daglega Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég er einhverf listakona á litrófi,“ segir Frida Adriana, sem var greind með ódæmigerða einhverfu fyrir ellefu árum, þegar hún var þrítug. „Maður þarf því miður að fá allt staðfest á pappír til þess að það sé tekið mark á manni. Ég hafði lengi vitað að mínar andlegu áskoranir og öðruvísi skynjun væru ekki bara vegna heilalömunarinnar þó að fókus læknanna væri á henni. Einhverfan hefur hins vegar að mörgu leyti haft meiri áhrif á mitt líf en heilalömunin, segir Frida og bætir við að þar sem hún hafi verið fullorðin þegar hún var greind einhverf hafi hún getað valið þau orð sem hún noti þegar hún segi frá greiningunni. „Sjálfri finnst mér skrýtið að segjast „vera með“ einhverfu, það er eins og að vera með hatt en það er hægt að taka hattinn af sér en þú berð einhverfuna alla ævi, þú tekur hana ekki af þér og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ein í heiminum

„Við erum huldufólkið í kerfinu“
ViðtalEin í heiminum

„Við er­um huldu­fólk­ið í kerf­inu“

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að ein­hverft fólk sé frá blautu barns­beini gas­lýst dag­lega því að stöð­ugt sé ef­ast um upp­lif­un þess. Það leiði af sér flókn­ar and­leg­ar og lík­am­leg­ar áskor­an­ir en stuðn­ing­ur við full­orð­ið ein­hverft fólk sé nán­ast eng­inn. „Við er­um huldu­fólk­ið í kerf­inu,“ seg­ir Guð­laug sem glím­ir nú við ein­hverf­ukuln­un í ann­að sinn á nokkr­um ár­um.
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
ViðtalEin í heiminum

„Rosa­legt álag“ að vera ein­hverf úti í sam­fé­lag­inu

Elísa­bet Guð­rún­ar og Jóns­dótt­ir seg­ir að geð­ræn veik­indi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu af­leið­ing álags sem fylgi því að vera ein­hverf án þess að vita það. Stöð­ugt hafi ver­ið gert lít­ið úr upp­lif­un henn­ar og til­finn­ing­um. Hún hætti því al­far­ið að treysta eig­in dómgreind sem leiddi með­al ann­ars til þess að hún varð út­sett fyr­ir of­beldi.
Einhverf án geðheilbrigðisþjónustu: „Háalvarlegt mál“
ÚttektEin í heiminum

Ein­hverf án geð­heil­brigð­is­þjón­ustu: „Háal­var­legt mál“

Stöð­ug glíma við sam­fé­lag sem ger­ir ekki ráð fyr­ir ein­hverfu fólki get­ur leitt til al­var­legra veik­inda. Þetta segja við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar sem öll voru full­orð­in þeg­ar þau voru greind ein­hverf. Fram­kvæmda­stjóri Ein­hverf­u­sam­tak­anna seg­ir þau til­heyra hópi sem fái ekki lífs­nauð­syn­lega þjón­ustu sem sé lög­brot. Sænsk rann­sókn leiddi í ljós að ein­hverf­ir lifi að með­al­tali 16 ár­um skem­ur en fólk sem ekki er ein­hverft. „Stað­an er háal­var­leg,“ seg­ir sál­fræð­ing­ur sem hef­ur sér­hæft sig í ein­hverfu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár