„Ég er seinhverfur. Mér finnst mikilvægt að nota það orð vegna þess að það er svo margt fólk sem uppgötvar einhverfuna seinna á lífsleiðinni og þá er staðan allt önnur og oftast verri en þegar fólk fær greiningu á barnsaldri. Það er alltaf erfitt að vera einhverfur í þessari óeinhverfu veröld en það er á einhverjum öðrum skala að vera einhverfur í þessari óeinhverfu veröld og vita ekki af því. Það býr til alls konar rugl og vitleysu í hausnum á manni,“ segir Páll, sem er 42 ára og var greindur einhverfur fyrir sjö árum.
Ruglið og vitleysan í hausnum hafi gert líf hans fram að greiningu ákaflega flókið og erfitt. Alla barnæskuna hafi hann verið utanveltu og unglingsárin verið mjög erfið. Páll segist hafa falið persónuleika sinn fyrir öðru fólki í rúm þrjátíu ár. Feluleikurinn hafi útheimt mikla orku og valdið honum mikilli vanlíðan. „Ég er meistari …
Athugasemdir (2)