Ekki er hægt að tryggja að aðstoð þyrluflugsveitar Landhelgisgæslunnar berist sjófarendum eða öðrum þeim sem á þurfa að halda hér á landi sökum þess að ekki fæst fjármagn frá ríkisvaldinu til að manna þyrlurnar svo vel sé. Treyst er á að flugmenn Gæslunnar séu tilbúnir að hlaupa til úr vaktafríum og orlofum til að bjarga málum þegar veikindi eða önnur atvik koma upp. Þá er ekki tryggt að læknir sé alltaf í áhöfn þyrlnanna. Einn reyndasti flugstjóri Gæslunnar segir að svona sé ekki hægt að halda áfram, ekki sé hægt að stóla á að endalaust sé hægt að ræsa menn úr fríum.
Ekki hægt að bregðast við bílslysi
Viðbragðsgeta Gæslunnar er af þessum sökum takmörkuð og dæmi eru um að allar þyrlur hennar séu tiltækar en ekki áhafnir til að manna þær. Í byrjun þessa mánaðar komu í tvígang upp tilvik af þessu tagi. Fyrst hinn 10. maí þegar alvarlegt …
Athugasemdir