Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fjölskylda hans eru hjartað í 300 milljóna fasteignaviðskiptum með þriggja hektara land í Garðabæ. Fyrri eigandi landsins hefur ítrekað reynt að fá bæjaryfirvöld til að samþykkja breytt deiliskipulag og leyfa byggingu íbúða á landinu en án árangurs. Síðast árið 2020.
Hópurinn í kringum Jón hefur þó þegar leitað til arkitekta vegna hugmynda um að byggja tugi íbúðarhúsa á landinu og virðist vera búin að veðja 300 milljónum á að þau geti sannfært nýjan meirihluta í Garðabæ um að snúa af fyrri leið.
„Þú ert ekki með réttar upplýsingar,“ eru fyrstu viðbrögð Jóns þegar hann var spurður út í viðskipti félagsins. „Það eru fleiri aðilar sem eru komnir inn í þetta félag og það er ekki búið að ganga frá kaupsamningi um eitthvað land.“ Stuttu síðar segir hann þó ekkert leyndarmál að félag sem þau hjónin ættu einhvern hlut í væri í ferli að kaupa land ásamt …
Það kemur í ljós innan tíðar.