Eitt sinn var ég í þýskunámi í Berlín ásamt nokkrum Moldóvum og það kom mér á óvart þegar þeir sögðu að Vlad Tepes, sjálfur Drakúla, væri þjóðhetja þar í landi. Hann er jú einnig þjóðhetja Rúmena sem þeir deila tungumáli með. Og hvað greinir þá Moldóva frá Rúmenum? Eins og svo oft verður að leita aftur í söguna.
Nútímasögu Moldóvu má rekja til ársins 1359 þegar Bogdan I. kom til Moldóvu með menn sína frá Maramures í Karpatíufjöllum, sem nú er á mörkum Rúmeníu og Úkraínu. Lýsti hann yfir sjálfstæði frá konungi Ungverja sem fram að því hafði ráðið héraðinu. Ríki þetta var undir vernd stórveldanna Póllands og Ungverjalands á víxl en um miðja 15. öld hófu Tatarar frá Krímskaga og Tyrkir að sunnan að herja á það. Það var einmitt á þessum tíma sem Vlad Tepes varð fursti í nágrannaríkinu Vallakíu og hóf að stjaksetja Tyrki af miklum móð …
Athugasemdir