Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hin margklofna Moldóva á milli Rúmeníu og Rússlands

Yf­ir­völd í Transn­i­stríu ásök­uðu ný­lega yf­ir­völd í Úkraínu um að hafa gert árás­ir á skot­mörk þar í landi. Hvað er Transn­i­stría? kunna sum­ir að hafa spurt, enda er það ekki að finna á landa­kort­um. Það er að­skiln­að­ar­hér­að í Moldóvu, sem vissu­lega er að finna á kort­inu. En jafn­vel það ríki er okk­ur að mestu ókunn­ugt.

Hin margklofna Moldóva á milli Rúmeníu og Rússlands
Á leið frá Transnistríu Farþegar í rútu á leið um landamærastöð í Varnitu milli Moldóvu og uppreisnarhéraðsins Transnistríu bregða á leik. Mynd: Daniel MIHAILESCU / AFP

Eitt sinn var ég í þýskunámi í Berlín ásamt nokkrum Moldóvum og það kom mér á óvart þegar þeir sögðu að Vlad Tepes, sjálfur Drakúla, væri þjóðhetja þar í landi. Hann er jú einnig þjóðhetja Rúmena sem þeir deila tungumáli með. Og hvað greinir þá Moldóva frá Rúmenum? Eins og svo oft verður að leita aftur í söguna. 

Nútímasögu Moldóvu má rekja til ársins 1359 þegar Bogdan I. kom til Moldóvu með menn sína frá Maramures í Karpatíufjöllum, sem nú er á mörkum Rúmeníu og Úkraínu. Lýsti hann yfir sjálfstæði frá konungi Ungverja sem fram að því hafði ráðið héraðinu. Ríki þetta var undir vernd stórveldanna Póllands og Ungverjalands á víxl en um miðja 15. öld hófu Tatarar frá Krímskaga og Tyrkir að sunnan að herja á það. Það var einmitt á þessum tíma sem Vlad Tepes varð fursti í nágrannaríkinu Vallakíu og hóf að stjaksetja Tyrki af miklum móð …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár