Við Holtsgötu 7 í Vesturbæ Reykjavíkur stendur stórt hvítt hús með rauðu þaki. Það má muna sinn fífill fegurri, eins og ryðtaumar og brotnar tröppurnar bera með sér. Húsið byggði Snæbjörn Jónsson bóksali af talsverðum efnum og miklum myndarskap fyrir tæpri öld. Húsið er enda stórt, tæpir 350 fermetrar og samanstendur af tveimur íbúðum, kjallara og risi, samkvæmt teikningum. Þó er varla hægt að tala um að í dag séu í húsinu það sem í daglegu tali kallast íbúðir.
Í húsinu eru leiguherbergi sem eru heimili hátt í þrjátíu íbúa. Íbúarnir er flestir útlendingar sem komið hafa til Íslands til að vinna og hefja nýtt líf. Þeir búa við aðstæður sem fáir Íslendingar myndu sætta sig við. Aðeins einn reykskynjari er í húsinu, staðsettur í risinu þar sem eru þrjú herbergi. Í einu af þessum þremur herbergjum er gluggi sem ekki er hægt að opna og þar eru heldur ekki …
að leigja hjá mér“
Engin nauðung á neinu. Í fljótu bragði virðist maðurinn góðmenni.