Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Ég neyði engan til að leigja hjá mér“

Á Holts­götu 7 leigja hátt í 30 manns her­bergi í hús­næði sem bú­ið er að stúka nið­ur í fjölda lít­illa her­bergja. Eld­vörn­um er illa eða ekk­ert sinnt. Fyr­ir­tæk­ið sem leig­ir út her­berg­in sæt­ir engu op­in­beru eft­ir­liti þar sem hús­ið er skráð sem íbúð­ar­hús­næði. Marg­ir við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar sjá mik­il lík­indi með að­stæð­um þar og þeim á Bræðra­borg­ar­stíg 1, þar sem þrennt lést í elds­voða.

Við Holtsgötu 7 í Vesturbæ Reykjavíkur stendur stórt hvítt hús með rauðu þaki. Það má muna sinn fífill fegurri, eins og ryðtaumar og brotnar tröppurnar bera með sér. Húsið byggði Snæbjörn Jónsson bóksali af talsverðum efnum og miklum myndarskap fyrir tæpri öld. Húsið er enda stórt, tæpir 350 fermetrar og samanstendur af tveimur íbúðum, kjallara og risi, samkvæmt teikningum. Þó er varla hægt að tala um að í dag séu í húsinu það sem í daglegu tali kallast íbúðir. 

Í húsinu eru leiguherbergi sem eru heimili hátt í þrjátíu íbúa. Íbúarnir er flestir útlendingar sem komið hafa til Íslands til að vinna og hefja nýtt líf. Þeir búa við aðstæður sem fáir Íslendingar myndu sætta sig við. Aðeins einn reykskynjari er í húsinu, staðsettur í risinu þar sem eru þrjú herbergi. Í einu af þessum þremur herbergjum er gluggi sem ekki er hægt að opna og þar eru heldur ekki …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Greyið, lepur dauðann úr skel....
    1
  • Þórunn Geirsdóttir skrifaði
    Dóttir mín og vinkona hennar bjuggu í kjallaranum þegar hún flutti að heiman 18 ára. Myglusveppur var í íbúðinni sem var pinkulítil. Hann sagði þeim upp leigunni til þess að geta skipt þessari pínulitlu holu í tvær einingar. Þegar þær sóttust eftir að fá trygginguna tilbaka þverneitaði maðurinn að borga þeim tilbaka. Þegar við foreldrarnir ætluðum að skerast í leikinn fengum við hótanir.
    0
  • Jón Kristjánsson skrifaði
    Djöfuls óþokki og viðbjóður!!!....okurleiga fyrir ömulegt og hættulegt húsnæði!! Af hverju er ekki tekið á þessu??!!
    3
  • Margrét Sólveig Ólafsdóttir skrifaði
    Ég get ekki skilið að það sé ekki hægt að stórsekta þennan leigusala og banna honum að leigja út herbergi þar sem litlar sem engar brunavarnir eru. Og að hólfa niður hús, þarf ekki leyfi ef maður er leigusali?? Skil ekki þetta dugleysi hjá borginni og slökkviliðinu.
    2
  • Ásgeir Överby skrifaði
    „Ég neyði engan til
    að leigja hjá mér“
    Engin nauðung á neinu. Í fljótu bragði virðist maðurinn góðmenni.
    1
  • Stefán Örvar Sigmundsson skrifaði
    Þessi Alexander hljómar eins og algjört skítseiði.
    4
    • Gauti Bergmann Víðisson skrifaði
      Hvað heitir hann meira en bara Alexander? Sé það ekki nema ég borgi fyrir eitthvað sem ég lít á af og til.
      0
    • Birna Bjarnadottir skrifaði
      alexander hugi leifsson
      0
  • Siggi Rey skrifaði
    Svo verður fár mikið ef eiotthvað skelfilegt kemur upp á.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Neyð á leigumarkaði

Þú átt ekki að þurfa heppni
ViðtalNeyð á leigumarkaði

Þú átt ekki að þurfa heppni

Vil­borg Bjarka­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur Sam­taka leigj­enda á Ís­landi, seg­ir að þrátt fyr­ir að hún telji sig heppna með leigu­sala búi hún við þann veru­leika að leigu­samn­ing­ur henn­ar nær að­eins til eins árs í senn. Á hverju ári sé sá mögu­leiki fyr­ir hendi að heppn­in dugi henni ekki leng­ur og hún þurfi að finna nýj­an samastað fyr­ir sig og börn­in sín tvö.
Týndi árum á leigumarkaði
ViðtalNeyð á leigumarkaði

Týndi ár­um á leigu­mark­aði

Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Sam­taka leigj­enda, upp­lif­ir sig fast­an á leigu­mark­aði. Hann hef­ur í tvígang reynt að festa kaup á íbúð frá því að hann byrj­aði að leigja eft­ir skiln­að en hef­ur ekki tek­ist það. Bar­átt­an, höfn­un­in og upp­lif­un sem hann lýs­ir sem áfalli seg­ir hann hafa haft mik­il og langvar­andi áhrif á and­lega heilsu hans og at­gervi. Hann seg­ir ár­in sem far­ið hafa í bar­átt­una ekki koma aft­ur og þess vegna séu þau í raun týnd.
Missti leiguíbúðina við brunann
FréttirNeyð á leigumarkaði

Missti leigu­íbúð­ina við brun­ann

Sögu Naz­ari dreym­ir um að eign­ast íbúð en er að eig­in sögn föst á óör­ugg­um leigu­mark­aði þar sem leigu­verð sé óbæri­lega hátt og lífs­gæði leigj­enda mun lak­ari en flestra íbúða­eig­enda, að­eins ungt fólk sem eigi efn­aða for­eldra geti keypt íbúð. Saga er nú í end­ur­hæf­ingu, með­al ann­ars vegna áfalls sem hún varð fyr­ir í sept­em­ber í fyrra en þá kvikn­aði í íbúð sem hún leigði.
Ráðherra segir leigumarkaðinn „óstöðugan og óáreiðanlegan“
FréttirNeyð á leigumarkaði

Ráð­herra seg­ir leigu­mark­að­inn „óstöð­ug­an og óáreið­an­leg­an“

Nokkr­ir ráð­herr­ar og þing­menn segja leigu­mark­að­inn á Ís­landi óör­ugg­an. „Mis­kunn­ar­laus“ seg­ir einn. „Ónýt­ur“ seg­ir ann­ar. For­sæt­is­ráð­herra keypti íbúð því hún þurfti að flytja reglu­lega með­an hún var leigj­andi og mat­væla­ráð­herra seg­ir leigu­mark­að­inn óstöð­ug­an og óáreið­an­leg­an. Nokkr­ir keyptu íbúð til að tryggja ör­yggi fjöl­skyld­unn­ar.
Ástandið á leigumarkaði getur grafið undan geðheilsu leigjenda
FréttirNeyð á leigumarkaði

Ástand­ið á leigu­mark­aði get­ur graf­ið und­an geð­heilsu leigj­enda

El­ín Ebba Ásmunds­dótt­ir, sem hef­ur starf­að að geð­heil­brigðs­mál­um í fjöru­tíu ár, seg­ir að leigu­mark­að­ur­inn grafi und­an geð­heilsu fólks. Kvíði leigj­enda yf­ir því að ná ekki end­um sam­an og að þurfa jafn­vel að flytja gegn vilja sín­um sé mjög skað­leg­ur. Það sé um­hugs­un­ar­efni að sumt fólk græði á óför­um annarra og að yf­ir­völd leyfi það.
Kvartaði undan myglu og missti íbúðina
FréttirNeyð á leigumarkaði

Kvart­aði und­an myglu og missti íbúð­ina

Bryn­dís Ósk Odd­geirs­dótt­ir neyð­ist til að flytja með fjöl­skyldu sína úr íbúð sem hún hef­ur leigt frá því síð­ast­lið­ið haust. Hún seg­ir leigu­sal­ann hafa rift samn­ingi við þau í kjöl­far þess að hún kvart­aði und­an myglu í íbúð­inni. Hún tel­ur að lít­il við­brögð við fyr­ir­spurn­um henn­ar um leigu­íbúð­ir helg­ist af því að mað­ur­inn henn­ar er af er­lend­um upp­runa.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár