Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug

Edda Pét­urs­dótt­ir seg­ist í rúm níu ár hafa lif­að við stöð­ug­an ótta um að fyrr­ver­andi kær­asti henn­ar myndi láta verða af ít­rek­uð­um hót­un­um um að dreifa kyn­ferð­is­leg­um mynd­bönd­um af henni, sem hann hafi tek­ið upp án henn­ar vit­und­ar með­an þau voru enn sam­an. Mað­ur­inn sem hún seg­ir að sé þekkt­ur á Ís­landi hafi auk þess áreitt hana með stöð­ug­um tölvu­póst­send­ing­um og smá­skila­boð­um. Hún seg­ir lög­reglu hafa latt hana frá því að til­kynna mál­ið.

Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Hótaði að dreifa myndböndum af henni Edda segir að maðurinn hafi sent sér hátt í 80 tölvubréf og fjölmörg sms eftir að þau hættu saman. Í sumum þeirra hóti hann að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni.

Edda Pétursdóttir segir frá því hvernig kærasti hennar hélt henni í heljargreipum óttans með því að ógna henni með kynferðislegum myndum sem hann hafi hótað að birta, eftir sambandsslitin. Edda segir í samtali við Stundina að maðurinn hafi beitt sig andlegu ofbeldi á meðan þau voru saman, en hún er gestur Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur, sem verið er að sýna á vef Stundarinnar. 

„Hann hefur alltaf verið stærri og stærri á meðan ég sjálf hef ekki þorað að hafa mig mikið í frammi af því að auðvitað er þessi ógn alltaf til staðar ef þessi vídeó eru til og það er ekkert  þægilegt. Manni líður ekki vel með það. Segjum að ég hefði farið í leiklist eða pólitik þar sem ég væri kannski áberandi í sviðsljósinu þá hef ég alltaf þessa ógn bak við eyrað að þessi myndbönd gætu bara birst þá og þegar,“ segir Edda í samtali …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    samkvæmt þessum atburðalýsingum virðist þetta vera lögreglunni og Putin að kenna ? . . þar fyrir utan er það bara sorglegt að allir séu ekki alltaf fullkomir á öllum tímum lífs síns . . .
    -13
  • PK
    Páll Kristjánsson skrifaði
    Ef lögreglan gerir ekkert ÞURFUM VIÐ þá ekki að taka lögin í okkar hendur ???
    0
  • Stefanía Hilmarsdóttir skrifaði
    Þú ert hetja ❤Nafngreina þennan óþokkar!
    12
    • Heidrun Hauksdottir skrifaði
      Hvers vegna hrópar þú á nafngreiningu? Skilur þú ekki vandamálið eða langar bara að vísa á einhvern annan?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár