Edda Pétursdóttir segir frá því hvernig kærasti hennar hélt henni í heljargreipum óttans með því að ógna henni með kynferðislegum myndum sem hann hafi hótað að birta, eftir sambandsslitin. Edda segir í samtali við Stundina að maðurinn hafi beitt sig andlegu ofbeldi á meðan þau voru saman, en hún er gestur Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur, sem verið er að sýna á vef Stundarinnar.
„Hann hefur alltaf verið stærri og stærri á meðan ég sjálf hef ekki þorað að hafa mig mikið í frammi af því að auðvitað er þessi ógn alltaf til staðar ef þessi vídeó eru til og það er ekkert þægilegt. Manni líður ekki vel með það. Segjum að ég hefði farið í leiklist eða pólitik þar sem ég væri kannski áberandi í sviðsljósinu þá hef ég alltaf þessa ógn bak við eyrað að þessi myndbönd gætu bara birst þá og þegar,“ segir Edda í samtali …
Athugasemdir (4)