Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Krabbameinssjúk börn flutt frá Kænugarði

Páll Stef­áns­son ljós­mynd­ari fylgd­ist með þeg­ar öll börn af krabba­meins­deild sjúkra­húss í Kænu­garði voru flutt með hraði yf­ir til Pól­lands, á leið til Var­sjár á sjúkra­hús þar. Yf­ir 600 þús­und börn á flótta und­an stríð­inu eru kom­in yf­ir til Pól­lands.

„Hingað til Póllands eru komin yfir 600 þúsund börn á flótta undan stríðinu í Úkraínu, á aðeins tólf dögum,“ sagði starfskona Rauða kross Póllands við ljósmyndara í þorpinu Hrebenne, á landamærum ríkjanna tveggja. Rétt áður höfðum við horft á þrjár rútur og fjóra sjúkrabíla þjóta framhjá, en bílalestin var á leið frá Kænugarði til Varsjár, yfir þúsund kílómetra leið, með 170 krabbameinssjúk börn. Öll börnin á krabbameinsdeildinni. Foreldrarnir voru ekki með í för. 

Í gær höfðu tvær milljónir Úkraínumanna flúið landið sitt. Um sextíu prósent þeirra hafa flúið hingað til Póllands en seinnipartinn í gær höfðu 1.204.403 skráð sig inn í landið á þessum örfáum dögum. Það er tekið á móti þeim með opnum örmum, maður finnur hve allir Pólverjar eru samtaka að hjálpa til, veita húsaskjól eða skutl á næsta gistiheimili eða í næstu rútu. 

Taka lítið með sérFæst flóttafólkið hefur mikinn farangur, þau sem eru á ferðinni með börn hafa einkum nauðsynjar fyrir þau í farteskinu.

Á landamærunum Póllands megin eru komnar upp tjaldbúðir þar sem alþjóðleg hjálparsamtök bjóða flóttafólkinu upp á heitan mat, hlýrri föt, og leikföng og bleyjur fyrir börnin. Flóttafólkið kemur ekki með mikið með sér, flestir með í mesta lagi tvær töskur, af smærri gerðinni. Hvað myndi maður sjálfur taka með, ef maður þyrfti að taka sig upp og flýja?

„Ég tók bara með eitt par af skóm, þá sem ég stend í“
Irína
frá Úkraínu

„Það fyrsta sem ég setti í bakpokann minn var myndaalbúm, ég vil eiga myndir af foreldrum mínum, manni og æsku minni, ef allt fer á versta veg,“ sagði Irína við mig. Hún var búin að vera fimm daga á leiðinni frá austurhluta Úkraínu. „En bróðurparturinn í mínum bakpoka eru föt og nauðsynjar fyrir barnið.“

Pólverjar samtaka Mikil samstaða ríkir hjá Pólverjum í garð nágranna sinna í Úkraínu og fólk er boðið og búið að aðstoða, enda svíður því óréttlætið í striðsaðgerðum Rússa sem bitna, eins og alltaf er í stríði, verst á börnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Græða sár innrásar í þögn
VettvangurÚkraínustríðið

Græða sár inn­rás­ar í þögn

Í hafn­ar­borg­inni Odesa við strend­ur Svarta­hafs stend­ur Filatov-rann­sókn­ar­stofn­un­in í augn­lækn­ing­um. Vla­dimir Petrovich Filatov nokk­ur, virt­ur pró­fess­or í augn­lækn­ing­um, stóð að stofn­un henn­ar ár­ið 1936 og hún hef­ur síð­an skap­að sér sess sem mið­stöð vís­inda­legr­ar ný­sköp­un­ar og lækn­is­fræði­legr­ar þró­un­ar á sviði augn­lækn­inga í Aust­ur-Evr­ópu. Ósk­ar Hall­gríms­son fékk að líta í heim­sókn og kynna sér hvernig hald­ið er úti þjón­ustu við erf­ið­ar að­stæð­ur.
Svo þungbært að flýja heimalandið að hún fékk hjartaáfall
ViðtalÚkraínustríðið

Svo þung­bært að flýja heima­land­ið að hún fékk hjarta­áfall

„Hjart­að í mér sprakk,“ út­skýr­ir Tetiana Rukh hversu sárt það var að flýja heima­land­ið og allt sem þau hjón­in höfðu var­ið æv­inni í að byggja þar upp. Eig­in­mað­ur­inn, Oleks­andr Rukh, var með í för en hann var þá að hefja end­ur­hæf­ingu eft­ir heila­blóð­fall. Dótt­ir þeirra lagði hart að þeim að fara og var með í för, ásamt barna­barni þeirra.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár