Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fimmtíu ára gömul byggðalína myndar flöskuháls

Ástæða raf­orku­skorts á viss­um tím­um á ákveðn­um svæð­um skrif­ast á ónæga flutn­ings­getu raf­orku­kerf­is­ins. Upp­bygg­ing nýrr­ar byggðalínu er haf­in en langt er í að þeim fram­kvæmd­um ljúki. Á með­an streym­ir vatn á yf­ir­falli yf­ir virkj­an­ir sem hægt væri að nýta til raf­orku­fram­leiðslu á sama tíma og raf­magn vant­ar ann­ars stað­ar á land­inu.

Raforkuframleiðsla á Íslandi gerir gott betur en að uppfylla þá orkuþörf sem til staðar er á þessum tímapunkti, hvað sem síðar kann að verða með orkuskiptum eða annarri raforkuþörf til framtíðar. Það er hins vegar ekki nóg að framleiða rafmagn heldur þarf að flytja það frá virkjunum, milli landshluta. Eins og staðan er í dag annar flutningskerfi raforku um landið alls ekki þeim flutningum sem þörf er á, og raunar fjarri því.

Raforka er flutt með háspennulínum sem eru annars vegar loftlínur og hins vegar jarðstrengir. En loftlína er ekki bara loftlína og jarðstrengur ekki bara jarðstrengur. Til að koma rafmagni frá upprunastað og þangað sem hún er notuð er notast við tvenns konar kerfi, flutningskerfi raforku og dreifikerfi raforku.

Þegar talað er um flutningskerfi raforku er átt við það kerfi sem sér um að flytja raforku frá virkjunum til annars vegar stórnotenda, sem eru til að mynda stóriðjufyrirtækin, og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • AHJ
    Auður Hallgrímsdóttir JSÓ skrifaði
    Mjög góð grein sem allir ættu að lesa
    0
    • JPGWYSE
      Jon Pall Garðarsson Worldwide Yacht Service ehf skrifaði
      Það sem ég les út úr henni er að sæstrengur til meginlandsins sé tæknilega óraunhæfur þar sem lítið sem ekkert kæmi út um hinn enda hans.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár