Raforkuframleiðsla á Íslandi gerir gott betur en að uppfylla þá orkuþörf sem til staðar er á þessum tímapunkti, hvað sem síðar kann að verða með orkuskiptum eða annarri raforkuþörf til framtíðar. Það er hins vegar ekki nóg að framleiða rafmagn heldur þarf að flytja það frá virkjunum, milli landshluta. Eins og staðan er í dag annar flutningskerfi raforku um landið alls ekki þeim flutningum sem þörf er á, og raunar fjarri því.
Raforka er flutt með háspennulínum sem eru annars vegar loftlínur og hins vegar jarðstrengir. En loftlína er ekki bara loftlína og jarðstrengur ekki bara jarðstrengur. Til að koma rafmagni frá upprunastað og þangað sem hún er notuð er notast við tvenns konar kerfi, flutningskerfi raforku og dreifikerfi raforku.
Þegar talað er um flutningskerfi raforku er átt við það kerfi sem sér um að flytja raforku frá virkjunum til annars vegar stórnotenda, sem eru til að mynda stóriðjufyrirtækin, og …
Athugasemdir (2)