Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þúsundir tonna endurvinnanlegs úrgangs urðuð í þjóðlendu

Allt að fimm þús­und tonn af end­ur­vinn­an­legu gleri er nú urð­að ár­lega í Bol­öldu. Fyr­ir­tæk­ið End­ur­vinnsl­an hf. spar­ar sér tugi millj­óna króna með þessu í stað þess að end­ur­vinna það.

Gríðarlegt magn af alls kyns úrgangi er losað í þjóðlendunni Bolöldu í nágrenni Bláfjalla. Að nafninu til er svæðið einungis ætlað undir jarðvegsefni en er nú líkt við eftirlitslausan gamaldags öskuhaug, spölkorn frá vatnsverndarsvæðum höfuðborgarinnar. Allt gler sem skilað er til Endurvinnslunnar, um fimm þúsund tonn á ári, er urðað á svæðinu.

Lítið eftirlit er með úrgangslosun og herma heimildir Stundarinnar að því sé lítið mál að „taka sénsinn“ og losa þar mengandi úrgang sem annars þyrfti að greiða fyrir. Einn maður hefur að aukastarfi að sinna eftirliti með losun allt að 300 vörubílsfarma af úrgangi á svæðinu dag hvern. 

Forsætisráðherra heimsækir BolölduForsætisráðuneytið tók formlega við þjóðlendunni árið 2019

Forsætisráðherra tekur við Bolöldu 

Þann 6. nóvember 2019 tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra formlega við gamla námusvæðinu í Bolöldu. Þennan dag gekk forsætisráðherra um svæðið ásamt Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Ölfuss, og Magnúsi Ólafssyni, framkvæmdastjóra Fossvéla. Mikið magn af jarðefni …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Brynjúlfur Sæmundsson skrifaði
    Óprúttnir menn finna alltaf leið framhjá slöku eftirliti.
    1
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Hvaða flokksskirteini hefur þessi vesælingur Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar hf upp á vasann?
    0
  • Þuríður Þráinsdóttir skrifaði
    Þið hjá Stundinni eigið heiður skilið fyrir að skrifa um þetta mál
    4
  • Anna Óskarsdóttir skrifaði
    Hversu lengi er hægt að bíta höfuðið af skömminni og maka krókinn i umhverfissóðaskapnum?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Endurvinnsla á Íslandi

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár