Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Ég vissi strax að hann væri horfinn“

Að­eins lukk­an olli því að Þröst­ur Bjarni Ey­þórs­son er til frá­sagn­ar um slys­ið þeg­ar frændi hans og vin­ur, Leif Magnús Grét­ars­son This­land, lést í Núpá í Sölva­dal í des­em­ber 2019. „Ég veit ekki af hverju ég slapp, ég skil það ekki enn þá.“

„Ég vissi strax að hann væri horfinn“
Vildi bara finna hann Þröstur Bjarni segir að hann hafi vitað það strax að Leif frændi sinn væri dáinn. Það hefði bara þurft að finna hann, hann vildi ekki vita af honum einhvers staðar þarna týndum. Mynd: Halldór Vagn Hreinsson / HSSK

Þröstur Bjarni Eyþórsson hefur lítið eða ekki talað áður um slysið sem olli dauða Leifs Magnúsar Grétarssonar Thislands, frænda hans og vinar sem þá var aðeins 16 ára gamall, í desember 2019. Hann lýsir því nú í fyrsta sinn opinberlega, í samtali við Stundina, sem gerðist kvöldið 11. desember við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði.

„Það var blíðskaparveður, logn og stjörnubjart, þegar við fórum niður að stíflu til að reyna að koma virkjuninni af stað. Hún var búin að vera stopp í nokkra daga, vegna þess að ég hafði ekkert komist að henni. Það var búið að vera algjörlega vitlaust veður í tvo eða þrjá daga áður en þetta gerist og ekki viðlit að líta á virkjunina. Sem betur fer hafði ég olíu á tanknum og gat notað díselrafstöðina. Það fóru hins vegar mörg hundruð lítrar af olíu í það þannig …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár