Þröstur Bjarni Eyþórsson hefur lítið eða ekki talað áður um slysið sem olli dauða Leifs Magnúsar Grétarssonar Thislands, frænda hans og vinar sem þá var aðeins 16 ára gamall, í desember 2019. Hann lýsir því nú í fyrsta sinn opinberlega, í samtali við Stundina, sem gerðist kvöldið 11. desember við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði.
„Það var blíðskaparveður, logn og stjörnubjart, þegar við fórum niður að stíflu til að reyna að koma virkjuninni af stað. Hún var búin að vera stopp í nokkra daga, vegna þess að ég hafði ekkert komist að henni. Það var búið að vera algjörlega vitlaust veður í tvo eða þrjá daga áður en þetta gerist og ekki viðlit að líta á virkjunina. Sem betur fer hafði ég olíu á tanknum og gat notað díselrafstöðina. Það fóru hins vegar mörg hundruð lítrar af olíu í það þannig …
Athugasemdir (1)