Breytingar á jöklum á Íslandi sýna skýrt hvernig loftslagsbreytingar hafa áhrif. Áratugum saman hafa jökulsporðar fjölda jökla hér á landi verið mældir og framhlaup þeirra eða hop verið skráð. Á síðustu árum hafa nánast allir jökulsporðar sem fylgst er með á Íslandi hopað og er orðin nokkuð víðtæk samstaða um það innan vísindasamfélagsins að ástæðan sé hlýnandi loftslag, vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum.
Sverrir Aðalsteinn Jónsson jarðfræðingur hefur frá árinu 2015, ásamt fjölskyldu sinni, mælt jökulsporð Tungnahryggsjökuls. Tungnahryggsjökull er stærsti jökullinn á Tröllaskaga og er hátt innst í Kolbeinsdal, sem liggur samsíða Hjaltadal. „Ég hafði, eftir að hafa verið í jarðfræðinámi, vitað af þessum sporðamælingum sem Jöklarannsóknarfélagið hefur verið með lengi, og langað að taka þátt í því. Ég var síðan einhvern tímann að ræða við Odd Sigurðsson jöklafræðing um sporðamælingar, meðal annars á Tungnahryggsjökli, og hann hvatti mig til að endurvekja þar mælingar. Tungnahryggsjökull klofnar eiginlega í tvo jökla og …
Athugasemdir