Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Jöklamælingar ganga á milli kynslóða: „Við berum núna ábyrgð á þessum jökli“

Frá ár­inu 2015 hef­ur Sverr­ir Að­al­steinn Jóns­son ásamt fjöl­skyldu sinni mælt breyt­ing­ar á Tungna­hrygg­s­jökli á Trölla­skaga. Á þeim tíma hef­ur jök­ul­sporð­ur­inn hörf­að um rúma 58 metra.

Jöklamælingar ganga á milli kynslóða: „Við berum núna ábyrgð á þessum jökli“
Fjölskyldusport að mæla sporðinn Frá árinu 2015 hefur fjölskyldan frá Smiðsgerði mælti hop Tungnahryggsjökuls. Myndin er frá mælingaferð síðasta hausts. Lengst til vinstri er Ágúst Þór Gunnlauagsson, svo Sverrir Aðalsteinn Jónsson, Eyjólfur Árni Sverrisson og lengst til hægri er Þórhildur Halla Jónsdóttir. Mynd: Sverrir Aðalsteinn Jónsson

Breytingar á jöklum á Íslandi sýna skýrt hvernig loftslagsbreytingar hafa áhrif. Áratugum saman hafa jökulsporðar fjölda jökla hér á landi verið mældir og framhlaup þeirra eða hop verið skráð. Á síðustu árum hafa nánast allir jökulsporðar sem fylgst er með á Íslandi hopað og er orðin nokkuð víðtæk samstaða um það innan vísindasamfélagsins að ástæðan sé hlýnandi loftslag, vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum.

Sverrir Aðalsteinn Jónsson jarðfræðingur hefur frá árinu 2015, ásamt fjölskyldu sinni, mælt jökulsporð Tungnahryggsjökuls. Tungnahryggsjökull er stærsti jökullinn á Tröllaskaga og er hátt innst í Kolbeinsdal, sem liggur samsíða Hjaltadal. „Ég hafði, eftir að hafa verið í jarðfræðinámi, vitað af þessum sporðamælingum sem Jöklarannsóknarfélagið hefur verið með lengi, og langað að taka þátt í því. Ég var síðan einhvern tímann að ræða við Odd Sigurðsson jöklafræðing um sporðamælingar, meðal annars á Tungnahryggsjökli, og hann hvatti mig til að endurvekja þar mælingar. Tungnahryggsjökull klofnar eiginlega í tvo jökla og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár