Sophie Mortimer og Christian Mogensen hafa fengið sér sæti í annarri sætaröð í annars tómum sal Borgarleikhússins. Fyrir framan þau blasir stóra sviðið við, tómt eins og salurinn fyrir utan þrjá stóla. Fyrr um daginn sátu þau í þessum stólum sem sérfræðingar á sviði kynferðislegrar friðhelgi á stafrænum tímum á málþingi um sama viðfangsefni.
Sophie er yfirmaður Revenge Porn Helpline í Bretlandi, samtök sem sérhæfa sig í stafrænu kynferðisofbeldi, en í gegnum þau hefur hún stutt brotaþola slíkra brota ásamt því að berjast fyrir kerfisbreytingum í málaflokknum. Samtökin sem Sophie stofnaði hafa náð samstarfi við tæknirisa á borð við Google og Meta til að vinna að því að fjarlægja myndefni sem er birt í óþökk einhvers af internetinu.
Christian er danskur fræðimaður og einn höfunda skýrslunnar „Hið reiða internet – ógn við kynjajafnrétti, lýðræði og velsæld“, þar sem hann skoðar meðal annars kvenfyrirlitningu sem birtist …
Athugasemdir