Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Kynferðisleg friðhelgi á stafrænum tímum

„Okk­ur ber skylda til að gera eitt­hvað,“ segja sér­fræð­ing­ar sem starfa á sitt­hvor­um enda þess að vinna gegn sta­f­rænu of­beldi, netníði og hrelliklámi, og trúa því að gerend­ur muni alltaf finna leið til að beita of­beldi. Hug­mynd­ir sem birt­ast á net­inu geta end­ur­spegl­að ætl­un­ar­verk manna og hafa kostað fólk líf­ið. Hrelliklám snú­ist til um völd en ekki klám, að sækja nekt gegn vilja ein­hvers, því nóg er af nekt á in­ter­net­inu, en ef við ætl­um að skrímsla­veið­ar mun­um við finna ná­granna okk­ar.

Kynferðisleg friðhelgi á stafrænum tímum

Sophie Mortimer og Christian Mogensen hafa fengið sér sæti í annarri sætaröð í annars tómum sal Borgarleikhússins. Fyrir framan þau blasir stóra sviðið við, tómt eins og salurinn fyrir utan þrjá stóla. Fyrr um daginn sátu þau í þessum stólum sem sérfræðingar á sviði kynferðislegrar friðhelgi á stafrænum tímum á málþingi um sama viðfangsefni. 

Sophie er yfirmaður Revenge Porn Helpline í Bretlandi, samtök sem sérhæfa sig í stafrænu kynferðisofbeldi, en í gegnum þau hefur hún stutt brotaþola slíkra brota ásamt því að berjast fyrir kerfisbreytingum í málaflokknum. Samtökin sem Sophie stofnaði hafa náð samstarfi við tæknirisa á borð við Google og Meta til að vinna að því að fjarlægja myndefni sem er birt í óþökk einhvers af internetinu.

Sophie Mortimer

Christian er danskur fræðimaður og einn höfunda skýrslunnar „Hið reiða internet – ógn við kynjajafnrétti, lýðræði og velsæld“, þar sem hann skoðar meðal annars kvenfyrirlitningu sem birtist …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár