Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Börnin óttuðust talíbana á Íslandi og þorðu ekki út í myrkrið

Latifa Hamidi og fjöl­skylda henn­ar sem gerðu mis­heppn­aða til­raun til að flýja frá Kabúl um viku eft­ir að talíban­ar réð­ust inn í borg­ina eru kom­in í skjól á Ís­landi. Með í för var litli dreng­ur­inn sem varð eft­ir í Af­gan­ist­an þeg­ar for­eldr­arn­ir flúðu hing­að. Ást­vin­ir úti eru í lífs­hættu og börn­in ótt­uð­ust að fara út í ís­lenskra myrkr­ið því þau voru hrædd um að þar gætu leynst talíban­ar. Hung­urs­neyð vof­ir yf­ir í Af­gan­ist­an og hús­hit­un er af skorn­um skammti. „Fólk er svangt og því er kalt,“ seg­ir Latifa.

Börnin óttuðust talíbana á Íslandi og þorðu ekki út í myrkrið
Irfan, Latifa og Setayaesh Latifa segir að hennar stærstu hamingjustundir séu þegar börnin hlaupa um frjáls og óhrædd í Reykjavík Mynd: Davíð Þór

„Ég nýt lífsins þegar ég sé hvað börnin mín eru glöð og að mestu áhyggjulaus,“ segir Latifa þegar hún tekur á móti blaðakonu og myndatökumanni á heimili sínu í Reykjavík. Hún segist þurfa að minna sig á að njóta þess að vera komin í skjól á Íslandi en hún hafi stöðugar áhyggjur af ástvinum sínum sem enn eru í Kabúl. Hún segir líka að erfiðar minningar frá misheppnuðum flóttatilraunum fjölskyldunnar herji á hana í svefni og vöku. „Ég fæ enn martraðir en reyni að sækja í þakklætið þegar mér líður verst því það er sterkt afl,“ segir Latifa og býður okkur að setjast inn í stofu. 

Eiginmaður hennar, Mahmoodullh Dardmanesh, er á fundi í skóla sonar þeirra þegar okkur ber að garði. Íbúðin er afar hlýleg þó að þar séu fá húsgögn. Úr stofuglugganum og úr glugga í herbergi barnanna sést niður í stóran garð og þar skammt frá er …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár