Janúar
6. janúar
Bóluefni Moderna var veitt íslenskt markaðsleyfi.
6. janúar

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson meðhöndlari var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni. Dómnum var áfrýjað sama dag. Um mitt ár 2020 birti Stundin ítarlega umfjöllun um brot Jóhannesar Tryggva gegn á annan tug kvenna. Í júní var Jóhannes síðan kærður fyrir fimmtu nauðgunina, fyrir að hafa brotið gegn Ragnhildi Eik Árnadóttur, sem sagði einmitt sögu sína í Stundinni. Landsréttur þyngdi dóminn yfir Jóhannesi í nóvember, í sex ára fangelsi.
12. janúar

Greint var frá því að bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer hefði til skoðunar hvort nægt bóluefni væri til svo hægt væri að framkvæma bólusetningarrannsókn hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, stóðu í viðræðum við fyrirtækið.
13. janúar
Karlmaður var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu …
Athugasemdir