Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Eldfim umbrot og umræða

Þjóð­in var bólu­sett á sama tíma og jörð­in skalf og eld­ur braust úr jörðu á Reykja­nesi. Kyn­ferð­is­brot karla voru fyr­ir­ferða­mik­il í um­ræð­unni sem skipti lands­mönn­um í fylk­ing­ar.

Eldfim umbrot og umræða

 

Janúar

6. janúar

Bóluefni Moderna var veitt íslenskt markaðsleyfi.

6. janúar

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson meðhöndlari var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni. Dómnum var áfrýjað sama dag. Um mitt ár 2020 birti Stundin ítarlega umfjöllun um brot Jóhannesar Tryggva gegn á annan tug kvenna. Í júní var Jóhannes síðan kærður fyrir fimmtu nauðgunina, fyrir að hafa brotið gegn Ragnhildi Eik Árnadóttur, sem sagði einmitt sögu sína í Stundinni. Landsréttur þyngdi dóminn yfir Jóhannesi í nóvember, í sex ára fangelsi.

12. janúar

Greint var frá því að bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer hefði til skoðunar hvort nægt bóluefni væri til svo hægt væri að framkvæma bólusetningarrannsókn hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, stóðu í viðræðum við fyrirtækið.

13. janúar

Karlmaður var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Uppgjör 2021

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár