Landspítalinn komst að þeirri niðurstöðu eftir rannsókn innanhúss að læknir hefði kynferðislega áreitt konu sem hér greinir frá reynslu sinni. Áður hafði sami læknir, Björn Logi Þórarinsson sérfræðilæknir, fengið tiltal og verið vísað til ráðgjafa vegna óviðeigandi framkomu í garð kvenkyns starfsmanns á spítalanum. Þrátt fyrir það hafði málið enga eftirmála fyrir hann á þeim tíma, þótt hann hafi nú verið settur í leyfi vegna ásakana nokkurra kvenna um kynferðislega áreitni í þeirra garð.
Í samtali við Stundina lýsir konan grófri kynferðislegri áreitni frá því að hún hóf störf á Landspítalanum sem læknanemi: „Ég veit nákvæmlega hvaða herbergi í Fossvogi ég myndi nota til að ríða þér,“ er á meðal ummæla sem hún hefur eftir lækninum og voru til umfjöllunar við rannsókn málsins innan spítalans. Konan lýsir jafnframt upplifun hennar var af áreitninni sem hún varð fyrir, en hún segir að spítalinn hafa brugðist sér og staðið með gerandanum.
Konan …
Athugasemdir (10)