„Minningar hafa svo mikil áhrif á verkin mín núna,“ segir Melanie Ubaldo myndlistarmaður. Sem stendur er hún á öðru ári í mastersnámi í myndlist í Listaháskóla Íslands. Hún vinnur að list sinni í skólanum, enda þarf hún mikið pláss þar sem verk hennar hylja stundum næstum heila veggi. Melanie saumar saman strigabúta sem hún hefur málað á, stundum, en stundum ekki. Stundum er bara blæbrigðamunur á bútunum. Oftast er texti með, skrifaður eða krotaður á samansaumaðan strigann. Það minnir á veggjakrot þar sem orð eða setning er lesin sem öskur, eða að minnsta kosti mikilvæg skilaboð sem verða að komast á framfæri. Stíll Melanie er sérstakur og auðþekkjanlegur, hún hefur líka átt sérstaka ævi og fór ekki hefðbundna leið í myndlistinni.
Melanie ólst upp á Filippseyjum en flutti til Íslands þegar hún var þrettán ára. Á Filippseyjum bjó hún við fátækt og aðspurð hvort einhver list hafi verið í kringum …
Athugasemdir (1)