Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Er maður heppinn þótt maður hafi komist úr fátæktinni?“

„Ég skildi ekki af hverju fólk var að kalla mig grjón úti í frí­mín­út­um,“ seg­ir Mel­anie Ubaldo mynd­list­ar­kona, sem vinn­ur með minn­ing­arn­ar í verk­um sín­um. Þeg­ar Mel­anie var átta ára flutti móð­ir henn­ar ein til Ís­lands og var hér án barn­anna í fimm ár áð­ur en þau gátu fylgt á eft­ir. Mel­anie skrif­ar meist­ara­rit­gerð um það hvernig hún hold­ger­ir það hvernig sam­fé­lag­ið hef­ur hafn­að henni. Orð geti aldrei sært hana, en þeim fylgi ábyrgð.

„Er maður heppinn þótt maður hafi komist úr fátæktinni?“

„Minningar hafa svo mikil áhrif á verkin mín núna,“ segir Melanie Ubaldo myndlistarmaður. Sem stendur er hún á öðru ári í mastersnámi í myndlist í Listaháskóla Íslands. Hún vinnur að list sinni í skólanum, enda þarf hún mikið pláss þar sem verk hennar hylja stundum næstum heila veggi. Melanie saumar saman strigabúta sem hún hefur málað á, stundum, en stundum ekki. Stundum er bara blæbrigðamunur á bútunum. Oftast er texti með, skrifaður eða krotaður á samansaumaðan strigann. Það minnir á veggjakrot þar sem orð eða setning er lesin sem öskur, eða að minnsta kosti mikilvæg skilaboð sem verða að komast á framfæri. Stíll Melanie er sérstakur og auðþekkjanlegur, hún hefur líka átt sérstaka ævi og fór ekki hefðbundna leið í myndlistinni.

Melanie ólst upp á Filippseyjum en flutti til Íslands þegar hún var þrettán ára. Á Filippseyjum bjó hún við fátækt og aðspurð hvort einhver list hafi verið í kringum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Já því miður er það svo hér á landi ,hér detta engir bitar af borðum ekki einu sinni mylnsa og allur gróði á að færast á sömu hendur.Nöturleg staðreind að lifa við.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hús & Hillbilly

Leirinn er harður kennari
ViðtalHús & Hillbilly

Leir­inn er harð­ur kenn­ari

Hulda Katarína Sveins­dótt­ir og Dagný Berg­lind Gísla­dótt­ir halda úti nám­skeið­inu (Hand)leiðsla – hug­leiðsla og kera­mik, í rými Rvk Ritual á Selja­vegi 2, 101 Reykja­vík. Á nám­skeið­inu blanda þær sam­an tveim­ur heim­um, hug­leiðslu og kera­mik, enda ekki svo mik­ill mun­ur á þessu tvennu, segja þær. Báð­ar at­hafn­ir fá iðk­and­ann til að vera í nú­inu, að eiga stund með sjálf­um sér.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár