Íslenskir stjórnmálamenn hafa komið ítrekað í fjölmiðla undanfarið, þá sérstaklega í kringum kosningarnar, og rætt mikilvægi hringrásarhagkerfisins. Boðaðar eru breytingar á lögum sem muni auka endurvinnslu hér á landi og gera Ísland að fyrirmyndarríki þegar það kemur að þessa mikilvæga máli sem hefur áhrif á loftslagsbreytingar.
Undanþága sjávarútvegsins
Einn iðnaður virðist ætla að fá að sleppa við þessar aðgerðir stjórnvalda, sá iðnaður er sjávarútvegurinn. Veiðarfæri verða undanþegin úrvinnslugjaldi, ólíkt öllum öðrum vörum sem samkvæmt lögum eiga að bera úrvinnslugjald, samkvæmt nýsamþykktum lögum um hringrásarhagkerfi. Með því sleppur sjávarútvegurinn við að greiða hundruð milljóna króna í úrvinnslugjald. Undanfarin 15 ár hefur sjávarútvegurinn komist hjá því að borga milljarða króna í úrvinnslugjald til ríkisins vegna sérsamnings sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gerðu við ríkið.
Þá hefur sjávarútveginum tekist að sannfæra stjórn Sorpu um að lækka verðskrá sína á urðun veiðarfæra, á sama tíma og Sorpa tilkynnti fyrir stuttu um miklar hækkanir á …
Athugasemdir