Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sóðaleg saga dekkja á Íslandi heldur áfram

Lýs­ing Úr­vinnslu­sjóðs á af­drif­um hjól­barða er ekki í sam­ræmi við raun­veru­leik­ann. Bann­að er að urða fólks­bíla­dekk, en þau enda engu að síð­ur lang­flest á urð­un­ar­stað Sorpu og er það kall­að „end­ur­nýt­ing“ í um­hverfistöl­fræð­inni. End­ur­tekn­ir dekkja­brun­ar eru á urð­un­ar­staðn­um. Úr­vinnslu­gjald á inn­flutta hjól­barða hef­ur ekki ver­ið hækk­að síð­an 2010 og sér­stak­ur hjól­barða­sjóð­ur býr yf­ir hálf­um millj­arði króna í eig­ið fé.

Ísland situr í þriðja sæti yfir þau ríki sem hafa flest ökutæki á hvern íbúa, en alls voru 315.294 ökutæki skráð á Íslandi árið 2020. Það þýðir að 866 ökutæki eru á hverja þúsund íbúa. Öll þessi ökutæki þurfa hjólbarða. Árlega eru flutt inn til landsins þúsundir tonna af hjólbörðum. Þessir hjólbarðar, hvort sem negldir eða ónegldir, eyðast og þarf reglulega að skipta um þá eins og flestir þekkja. En hvað verður um alla þessa tugi þúsunda hjólbarða? Flestir telja að þeir fari beint í endurvinnslu, en sú er ekki raunin.

Raunin er sú að langstærstur hluti hjólbarða hafa verið urðaðir í stað þess að hafa verið sendir í endurvinnslu. Þar hafa þeir skapað mikla eldshættu og kviknaði síðast á þessu ári í miklu magni af hjólbörðum á urðunarstað Sorpu. Svo mikill var reykurinn og mengunin að íbúar í grennd við urðunarstaðinn voru beðnir um að loka öllum gluggum hjá …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Endurvinnsla á Íslandi

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár