Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Flokkur fólksins eyðir mest í Facebook-auglýsingar

Á einu ári vörðu Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir meiru til kaupa á Face­book-aug­lýs­ing­um held­ur en stjórn­mála­flokk­arn­ir Mið­flokk­ur­inn, Vinstri græn og Við­reisn. Mið­flokk­ur keypti aug­lýs­ing­ar til að vara við „er­lend­um glæpa­gengj­um“.

Flokkur fólksins eyðir mest í Facebook-auglýsingar

Flokkur fólksins eyddi mest af þeim sem kaupa pólitískar auglýsingar á Facebook og Instagram á tæplega árs tímabili frá ágúst í fyrra þangað til í júní á þessu ári. Samtals eyddi flokkurinn rúmum þremur milljónum króna í þessar auglýsingar. Flokkur fólksins er með frekar lítið fylgi á þessum samfélagsmiðlum miðað við þá tíu aðila sem eyddu mestum pening yfir tímabilið, eða 4.906 fylgjendur á Facebook og einungis 107 fylgjendur á Instagram. Samkvæmt auglýsingasafni Facebook heldur formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, ekki úti Facebook-síðu sem stjórnmálakona.

Á eftir Flokki fólksins kemur Samfylkingin sem eyddi rúmum tveimur milljónum í auglýsingar. Sá flokkur er þó með ívið meira fylgi á miðlunum, eða 7.349 fylgjendur á Facebook og 761 fylgjanda á Instagram. Í þriðja sæti er Sjálfstæðisflokkurinn sem eytt hefur um það bil 1,2 milljónum króna í auglýsingar. Sjálfstæðisflokkurinn er þó með flesta fylgjendur stjórnmálaflokkanna sem náðu á þennan lista, eða 15.337 fylgjendur á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár