Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ný sprunga myndaðist í Geldingadölum og svæðið rýmt

Flug­menn urðu þess fyrst var­ir að ný sprunga hefði mynd­ast við eld­gos­ið í Geld­inga­döl­um. Ver­ið er að rýma svæð­ið, sem verð­ur lok­að þar til frek­ari vitn­eskja ligg­ur fyr­ir.

Ný sprunga myndaðist í Geldingadölum og svæðið rýmt

Hættuástand gæti skapast við Geldingadali þar sem ný sprunga opnaðist á svæðinu, þar sem fólk var samankomið til þess að skoða eldgosið. Verið er að rýma svæðið sem verður lokað þar til frekari upplýsingar liggja fyrir. Tilkynning þess efnis barst frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum nú í hádeginu. Tvær þyrlur frá Landhelgisgæsluni eru á leið á vettvang, sem og 50 manna björgunarsveitarhópur. Nýja sprungan er um 500 metra löng og má sjá á vefmyndavél RÚV, sem hefur verið snúið að henni. Gasmengun gæti aukist með tilkomu nýrrar sprungu. 

Starfsmaður Veðurstofu Íslands sagði í samtali við RÚV að tilkynning um nýja sprungu hafi borist frá flugmönnum í Keflavík. Þar var jafnframt haft eftir Magnúsi Tuma að um ákveðna stigmögnun væri að ræða. Enn sem komið er kemur þó afskaplega lítill eldur frá nýju sprungunni. 

Kalt hefur verið úti síðustu daga og svæðinu lokað á laugardag vegna veðurs. Frá því að gosið hófst hafa aldrei verið færri lagt í gosleiðangur en í gær, eða aðeins um 480 einstaklingar. Til samanburðar voru 5.128 við gosið á föstudaginn langa. 

Eldgosið í Geldingardölum Myndir sem voru teknar við gömlu gígana fyrir helgi.

Breytingar hafa verið að myndast á síðastliðnum dögum. Til að mynda varð breyting við gígana á laugardag þegar hraunpollurinn sem hafði myndast norður af Norðra tæmdist, samkvæmt eldfjallafræði og náttúruvárhópi Háskóla Íslands. Lægð í rima hans að norðanverðu benti til þess að útflæðið hafi verið til norðvesturs, án þess að það hafi verið vitað með vissu. Flæði hélt þó áfram í pollinn. Um leið höfðu hrúgöldin sem urðu til við hraun frá gígveggnum færst til og voru tímabundið á floti á hraunflæðinu. 

Áður höfðu enn ein kaflaskiptin orðið á gosinu,mögulega aðfarðarnótt föstudagsins langa, þegar fyrsta marktæka gjóskufallið barst frá Norðra, gullituð vikurkorn auk þess gjóskufallið innihélt talsvert af Nornahárum sem voru allt að 10 sentímetra löng. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár