Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ný sprunga myndaðist í Geldingadölum og svæðið rýmt

Flug­menn urðu þess fyrst var­ir að ný sprunga hefði mynd­ast við eld­gos­ið í Geld­inga­döl­um. Ver­ið er að rýma svæð­ið, sem verð­ur lok­að þar til frek­ari vitn­eskja ligg­ur fyr­ir.

Ný sprunga myndaðist í Geldingadölum og svæðið rýmt

Hættuástand gæti skapast við Geldingadali þar sem ný sprunga opnaðist á svæðinu, þar sem fólk var samankomið til þess að skoða eldgosið. Verið er að rýma svæðið sem verður lokað þar til frekari upplýsingar liggja fyrir. Tilkynning þess efnis barst frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum nú í hádeginu. Tvær þyrlur frá Landhelgisgæsluni eru á leið á vettvang, sem og 50 manna björgunarsveitarhópur. Nýja sprungan er um 500 metra löng og má sjá á vefmyndavél RÚV, sem hefur verið snúið að henni. Gasmengun gæti aukist með tilkomu nýrrar sprungu. 

Starfsmaður Veðurstofu Íslands sagði í samtali við RÚV að tilkynning um nýja sprungu hafi borist frá flugmönnum í Keflavík. Þar var jafnframt haft eftir Magnúsi Tuma að um ákveðna stigmögnun væri að ræða. Enn sem komið er kemur þó afskaplega lítill eldur frá nýju sprungunni. 

Kalt hefur verið úti síðustu daga og svæðinu lokað á laugardag vegna veðurs. Frá því að gosið hófst hafa aldrei verið færri lagt í gosleiðangur en í gær, eða aðeins um 480 einstaklingar. Til samanburðar voru 5.128 við gosið á föstudaginn langa. 

Eldgosið í Geldingardölum Myndir sem voru teknar við gömlu gígana fyrir helgi.

Breytingar hafa verið að myndast á síðastliðnum dögum. Til að mynda varð breyting við gígana á laugardag þegar hraunpollurinn sem hafði myndast norður af Norðra tæmdist, samkvæmt eldfjallafræði og náttúruvárhópi Háskóla Íslands. Lægð í rima hans að norðanverðu benti til þess að útflæðið hafi verið til norðvesturs, án þess að það hafi verið vitað með vissu. Flæði hélt þó áfram í pollinn. Um leið höfðu hrúgöldin sem urðu til við hraun frá gígveggnum færst til og voru tímabundið á floti á hraunflæðinu. 

Áður höfðu enn ein kaflaskiptin orðið á gosinu,mögulega aðfarðarnótt föstudagsins langa, þegar fyrsta marktæka gjóskufallið barst frá Norðra, gullituð vikurkorn auk þess gjóskufallið innihélt talsvert af Nornahárum sem voru allt að 10 sentímetra löng. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár