Það var einstaklega tilkomumikið að sjá eldgosið í Geldingadal í gær. Þúsundir streymdu til og frá gosstöðvunum, eins og enginn væri morgundagurinn. En hann kom snemma, sérstaklega fyrir þá sem mættu seint og voru illa búnir að takast á við vætu og kulda í nótt. En sjónarspilinu við Fagradalsfjall held ég að enginn gleymi, enda einstaklega fallegt hraungos. Næsta stóra mál er að tryggja gott og öruggt aðgengi, svo allir sem einn fái og geti notið þess að upplifa þessa stórbrotnu náttúrufegurð.
Mynd 1 af 2
Fagradalsfjall · 21/03/2021 · 12:33 · 200-600mm
Það var einstaklega tilkomumikið að sjá eldgosið í Geldingadal í gær. Þúsundir streymdu til og frá gosstöðvunum, eins og enginn væri morgundagurinn. En hann kom snemma, sérstaklega fyrir þá sem mættu seint og voru illa búnir að takast á við vætu og kulda í nótt. En sjónarspilinu við Fagradalsfjall held ég að enginn gleymi, enda einstaklega fallegt hraungos. Næsta stóra mál er að tryggja gott og öruggt aðgengi, svo allir sem einn fái og geti notið þess að upplifa þessa stórbrotnu náttúrufegurð.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir