„Áhuginn spratt upp úr áhuga afa á dauðanum, en hann var mjög mikið að undirbúa sig fyrir hann. Hann var búinn að kaupa kistuna og var að skipuleggja jarðarförina á sama tíma og hann var að skipuleggja 100 ára afmæli sitt. Hann var búinn að ákveða að hann ætlaði að ná það langt.“
Svona lýsir Jón Bjarki Magnússon kveikjunni að heimildarmynd sinni, Hálfur Álfur, sem fer í almennar sýningar 25. mars. Árið 2015 hóf Jón meistaranám í sjónrænni mannfræði við Freie Universität í Berlín. Þegar kom að því að velja lokaverkefni segir Jón að líf afa hans og ömmu, Trausta Breiðfjörð Magnússon og Huldu Jónsdóttur, hafi verið fyrsta val sitt.
Þegar aðaltökur fóru fram voru þau hjónin orðin 99 og 96 ára, og höfðu búið undir sama þaki í um 70 ár. „Ég hugsaði með mér að ef ég myndi ekki fylgja magatilfinningunni eftir á þessum tímapunkti þá væri mjög …
Athugasemdir