Svavar Gestsson var flókinn maður. Hann virkaði einlægur í viðkynningu, forvitinn, spurði margs, en augun voru alltaf svolítið flöktandi, og spurningarnar virtust þess vegna stundum ekki alveg ekta.
Eins og hann ætti von á óvinum handan við öxlina á sér.
Og það sem hann gat átt von á óvinum, raunverulegum og hugsanlegum. Einkum innan flokks síns, Alþýðubandalagsins.
Rétt eins og Gísli Súrsson, sem þurfti að hafa varann á sér misserum og árum saman. Eftir hjaðningavíg innan fjölskyldunnar.
Svavar Gestsson var ekki aðeins einn af merkari stjórnmálamönnum síðustu aldar, heldur afsprengi og endurspeglun þess hvað það var ömurleg öld, þrátt fyrir alla hennar stórkostlegu sigra í vísindum og tækni.
Tvær heimsstyrjaldir, kalt stríð, og í okkar pínulitla íslenzka samhengi svo skemmandi stjórnmál að við gjöldum þeirra enn í dag.
Í bæði efnahag og sálarlífi.
Stiklum á stóru.
—
Svavar fæddist á Guðnabakka í Stafholtstungum árið 1944. Í Dölunum. Sá uppruni …
Athugasemdir