„Ég vissi ekkert hvað var að gerast, ég vissi ekkert um þetta heimili, ég var algerlega aftengd umhverfi mínu og lifði í ótta sem átti eftir að fara versnandi.“ Svona lýsir ung kona, sem ekki vill koma fram undir nafni, líðan sinni þegar hún var á leiðinni norður á meðferðarheimlið Laugaland þar sem hún átti eftir að vera í tvö ár. Hún kom árið 2003, þá þrettán ára gömul. „Ég hafði orðið fyrir kynferðisofbeldi og glímdi því við mikla andlega vanlíðan og var lögð inn á Barna- og unglingageðdeildina um tíma en ég var ekki með fíknivanda heldur var þetta kallaður hegðunarvandi,“ segir hún.
„Ég var skelfingu lostin“
Hún segir að fyrsta daginn á Laugalandi hafi Áslaug, eiginkona Ingjalds, farið með hana inn í herbergi og skipað henni að afklæðast svo að hún gæti athugað hvort hún væri að smygla einhverju inn á heimilið sem ekki mætti vera …
Athugasemdir