Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Unglingsárin voru tekin af mér

Ung kona sem var á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi í tvö ár seg­ist vilja að tíma­bil­ið þeg­ar Ingj­ald­ur Arn­þórs­son stýrði heim­il­un­um verði rann­sak­að. Hún seg­ist vilja fá við­ur­kenn­ingu á því að hún hafi ver­ið beitt kerf­is­bundnu of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu þeg­ar hún var barn. Unglings­ár­in hafi ver­ið tek­in af henni.

„Ég vissi ekkert hvað var að gerast, ég vissi ekkert um þetta heimili, ég var algerlega aftengd umhverfi mínu og lifði í ótta sem átti eftir að fara versnandi.“ Svona lýsir ung kona, sem ekki vill koma fram undir nafni, líðan sinni þegar hún var á leiðinni norður á meðferðarheimlið Laugaland þar sem hún átti eftir að vera í tvö ár. Hún kom árið 2003, þá þrettán ára gömul. „Ég hafði orðið fyrir kynferðisofbeldi og glímdi því við mikla andlega vanlíðan og var lögð inn á Barna- og unglingageðdeildina um tíma en ég var ekki með fíknivanda heldur var þetta kallaður hegðunarvandi,“ segir hún.  

„Ég var skelfingu lostin“

Hún segir að fyrsta daginn á Laugalandi hafi Áslaug, eiginkona Ingjalds, farið með hana inn í herbergi og skipað henni að afklæðast svo að hún gæti athugað hvort hún væri að smygla einhverju inn á heimilið sem ekki mætti vera …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár