Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fá sex mánaða fæðingarorlof þrátt fyrir nálgunarbann

Sam­kvæmt frum­varpi um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof verð­ur for­eldri sem sæt­ir nálg­un­ar­banni vegna of­beld­is gegn hinu for­eldr­inu gert kleift að taka óskert fæð­ing­ar­or­lof í sex mán­uði með barni sínu.

Fá sex mánaða fæðingarorlof þrátt fyrir nálgunarbann

Samkvæmt frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra um fæðingar-og foreldraorlofs er foreldri sem sætir nálgunnarbanni gagnvart hinu foreldrinu leyft að taka sinn hluta fæðingarorlofs í allt að sex mánuði. Í  frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að hægt verði að færa til rétt þess foreldris til foreldrisins sem bað um nálgunarbann.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ef foreldrið sæti nálgunarbanni gegn barni sínu, færist fæðingarorlofsrétturinn til hins foreldrisins. Það gildir hins vegar ekki ef nálgunarbannið snýr að makanum eða hinu foreldrinu. Því getur komið upp sú staða að foreldri sem beitti hitt foreldrið alvarlegu ofbeldi taki út sex mánaða fæðingarorlof.

Tekist á um nálgunarbann

Frumvarpið fór fyrir velferðarnefnd og varð mikil umræða um tilfærslu réttar til töku fæðingarorlofs þegar foreldri sætir nálgunarbanni gagnvart hinu foreldrinu.

Minni hluti nefndarinnar vakti athygli á því að nálgunarbanni er eingöngu beitt í undantekningartilfellum samkvæmt lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Því sé aðeins um að ræða mjög alvarleg mál. Því sé um mjög alvarleg mál að ræða þegar foreldri sæti nálgunarbanni gagnvart hinu foreldrinu.

„Það er aldrei fallist á nálgunarbann ef það er ágreiningur á milli foreldra. Það þarf að vera gróft ofbeldi og líkur á að það gerist aftur.“

Í lögum um nálgunarbann kemur fram að heimilt sé að beita nálgunarbanni ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði brotaþola eða hætta er á að viðkomandi brjóti á þann hátt gegn brotaþola.  Minni hlutinn áréttar að við slíkar aðstæður verði löggjafinn að hafa í huga aðstæður barns botaþola og brotaþola sjálfs og veita þeim fullnægjandi vernd fyrir ofbeldi.

Þá segir minni hlutinn að stjórnvöld og meirihlutinn sýni skilningsleysi á aðstæðum brotaþola sem upplifað hafa alvarlega atburði sem leiða til nálgunarbanns.

Í minnisblaði sem nefndinni barst frá ráðuneytinu er vísað til þess að starfshópur um gerð frumvarpsins telji að foreldri, sem sætir nálgunarbanni gagnvart hinu foreldrinu, geti verið í góðum tengslum og samskiptum við barn sitt þrátt fyrir verknað sinn sem leiddi til þess að nálgunarbanni var beitt. Því telji starfshópurinn að það gengi gegn markmiðum laganna að ákvæði 3. mgr. 9. gr. gilti um nálgunarbann gegn hinu foreldrinu líkt og um nálgunarbann gegn barni.

Málsgreinin gagnrýnd á þingi

Umræða um málsgreinina fór fram á þingi í gær. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og hluti af minnihluta velferðarnefndar, tók til máls. 

„Hvernig háttvirtur þingmaður (Ólafur Þór Gunnarsson, framsögumaður meirihluta velferðarnefndar) að það verði samfleytt fæðingarorlof þegar annað foreldrið, sem sætir svo grófu ofbeldi af hálfu hins foreldrisins að nálgunarbanni er beitt og mögulega staðfest af dómstólum. Hvernig það foreldri á að haga sínum málum þegar fæðingarorlofinu lýkur við sex mánaða aldur barnsins? Þá fer barnið hvert? Í leikskóla? Í ungbarnaleikskóla við sex mánaða aldur. Því það barn er ekki verndað af löggjafanum á Íslandi gegn svona vitleysu. Þarna er barn sem hefur þolað það að foreldrið hefur verið beitt grófu ofbeldi þannig að hitt foreldrið er dæmt í nálgunarbann. Það skal sent út í pössun utan heimilis en foreldrið sem mátti þola ofbeldið skal koma hérna tólf mánuðum seinna og fara aftur á vinnumarkaðinn til að ljúka sínum sex mánuðum. Vegna þess að hitt foreldrið er mögulega ekki enn í standi til að sinna þessu. Þetta er slík vitleysa að ég er algjörlega rasandi yfir þessu.“

Það þarf að vera gróft ofbeldi

Í samtali við Stundina segist Helga Vala hafa staðið á orgi varðandi málið. „Ég var lögmaður á neyðarmóttöku fyrir þolendur heimilisofbeldis og gekk þar vaktir á sex vikna fresti. Ég var lögmaður fjölda kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu. Ég er búin að vera á orginu þegar fulltrúi ráðuneytis kemur og segir að það á ekki að vera breyta þessu þegar um er að ræða ágreining á milli foreldra. Þau skilja þetta ekki. Það er aldrei fallist á nálgunarbann ef það er ágreiningur á milli foreldra. Það þarf að vera gróft ofbeldi  og líkur á að það gerist aftur,“ segir hún.

Samkvæmt lögunum þarf hins vegar foreldrið, sem sætir nálgunarbanni, þá að fara með sameiginlega forsjá og umgangast barnið til þess að fá greitt fæðingarorlof. Eins og segir í lögunum: „Skilyrði fyrir því að foreldri geti nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs er að foreldri fari með forsjá barnsins eða fari sameiginlega með forsjá þess ásamt hinu foreldrinu þann tíma sem foreldri nýtir rétt sinn til fæðingarorlofs.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
5
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
8
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár