Enginn þarf á fleiri en fjórum fótum að halda
Yrsa Sigurðardóttir
Bráðin
1Hver er fallegasta setningin sem þú hefur lesið og af hverju?
Þar sem ég hef verið bókaormur frá barnæsku er agalega erfitt að fiska staka setningu úr því ógrynni fagurs texta sem ég hef lesið. En ein af mörgum væri til dæmis þessi úr Sölku Völku Halldórs Laxness: „Ekkert á jörðinni er eins yndislegt og sönn ást milli pilts og stúlku í góðu veðri um nótt á vori, þegar hestarnir eru sofnaðir í túnunum.“
2Hver er sterkasta setningin í nýútkominni bók þinni og af hverju?
„Enginn þarf á fleiri en fjórum fótum að halda.“ Alheimssannleikur úr Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin.
3Með hvaða nýútkominni bók mælir þú með og af hverju?
Vetrarmein eftir Ragnar Jónasson, fullkomin glæpasaga til vetrarlestar. Berskjaldaður eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur en bókin lýsir mögnuðu lífshlaupi Einars Þórs …
Athugasemdir