Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mæður ljóssins

Ljós og myrk­ur er við­fangs­efni Auð­ar Övu Ólafs­dótt­ur í Dýra­lífi, sem ger­ist á þrem­ur dög­um í vetr­ar­myrkri rétt fyr­ir jól, þeg­ar áð­ur óþekkt lægð er í að­sigi. Hún fjall­ar um yf­ir­gang manns­ins við jörð­ina, mýkt­ina þar sem kon­ur eru í að­al­hlut­verki og allt það sem er brot­hætt, sak­leysi og feg­urð.

Til þess að geta dáið þarf maðurinn fyrst að fæðast.

Það er komið undir hádegi þegar loks rofar til í heimskautanóttinni og eldhnötturinn rúllar upp fyrir sjóndeildarhringinn, eða rétt svo, og bleik rák þrengir sér í gegnum rifu á gluggatjöldunum á fæðingarstofunni, varla breiðari en greiða í vasa, og lendir á konunni sem liggur í rúminu og þjáist, hún lyftir upp handleggnum, opnar lófann og grípur ljósið, lætur hann svo síga aftur. Hún er með hálfan kíví, fullan af fræjum, flúraðan á stríðsþaninn kviðinn, líkt og ávöxturinn hafi verið klofinn í tvennt með flugbeittum hnífi, það eru komnar sprungur í blekið og áletrunin undir myndinni er sömuleiðis gisin, Þ í n  a ð  e i l í f u. Þegar barnið er fætt skreppur loðinn ávöxturinn aftur saman. 

Ég set á mig grímu og klæði mig í hlífðarsloppinn.
Það er komið að því.
Erfiðustu reynslu mannsins.
Að fæðast.

Dýralíf, ný …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2020

Saga gerð úr tárum
MenningJólabókaflóðið 2020

Saga gerð úr tár­um

Bók Elísa­bet­ar Jök­uls­dótt­ur Apríl­sól­arkuldi spratt fram á nokkr­um vik­um en hún hafði ver­ið bú­in að reyna að skrifa hana í tíu ár. Sag­an er um föð­ur­missi, ást, geð­veiki og hugg­un. Elísa­bet seg­ist vera bú­in að bera föð­ursorg­ina með sér í fjöru­tíu ár en með nýju bók­inni hafi hún hnýtt enda­hnút­inn. Henni hafi ver­ið gef­in þessi sorg til að skrifa um hana. Sorg­in sé gjöf.
Nútímaafinn hlustar á Fræbbblana og Q4U
MenningJólabókaflóðið 2020

Nú­tíma­af­inn hlust­ar á Fræbbbl­ana og Q4U

Gerð­ur Krist­ný seg­ir að það sé gam­an að vera ís­lensk­ur rit­höf­und­ur vegna þess að við sitj­um hér að bók­mennta­þjóð. Hún seg­ir að sér hætti til að yrkja mjög drama­tíska ljóða­bálka og að það sé mik­il hvíld í því að semja létt­ar, skemmti­leg­ar en raun­sæj­ar barna­bæk­ur eins og nýj­ustu bók­ina, Ið­unn og afi pönk. Gerð­ur seg­ir að líta eigi á lest­ur barna eins og hvert ann­að frí­stund­astarf.
Konan sem elskaði fossinn
MenningJólabókaflóðið 2020

Kon­an sem elsk­aði foss­inn

Sig­ríð­ur Tóm­as­dótt­ir frá Bratt­holti var mik­ið nátt­úru­barn og dýra­vin­ur en átti erfitt með mann­leg sam­skipti. Sig­ríð­ur er þekkt­ust fyr­ir bar­áttu sína gegn áform­um um að virkja Gull­foss og gekk svo langt að hóta að enda líf sitt með því að kasta sér í foss­inn ef hann fengi ekki að vera í friði. Kon­an sem elsk­aði foss­inn er sögu­leg skáld­saga eft­ir Eyrúnu Inga­dótt­ur sem skrif­aði fyrst um Siggu frá Bratt­holti fyr­ir þrjá­tíu ár­um. Hún seg­ir mik­il­vægt að vekja at­hygli á bar­áttu­kon­um fyrri tíma.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár