Til þess að geta dáið þarf maðurinn fyrst að fæðast.
Það er komið undir hádegi þegar loks rofar til í heimskautanóttinni og eldhnötturinn rúllar upp fyrir sjóndeildarhringinn, eða rétt svo, og bleik rák þrengir sér í gegnum rifu á gluggatjöldunum á fæðingarstofunni, varla breiðari en greiða í vasa, og lendir á konunni sem liggur í rúminu og þjáist, hún lyftir upp handleggnum, opnar lófann og grípur ljósið, lætur hann svo síga aftur. Hún er með hálfan kíví, fullan af fræjum, flúraðan á stríðsþaninn kviðinn, líkt og ávöxturinn hafi verið klofinn í tvennt með flugbeittum hnífi, það eru komnar sprungur í blekið og áletrunin undir myndinni er sömuleiðis gisin, Þ í n a ð e i l í f u. Þegar barnið er fætt skreppur loðinn ávöxturinn aftur saman.
Ég set á mig grímu og klæði mig í hlífðarsloppinn.
Það er komið að því.
Erfiðustu reynslu mannsins.
Að fæðast.
Dýralíf, ný …
Athugasemdir