Þegar böðullinn herðir hnút við mjaðmabeinið á mér veit ég að brátt verður öllu lokið. Mér finnst ég þó bíða í óralangan tíma uppi á klettabríkinni áður en mér er hrint fram af.
Fallið tekur fljótt af og ég gríp andann á lofti þegar líkaminn steypist ofan í kaldan svelginn. Ég stingst á bólakaf, berst um og reyni að losa mig, finn þá broddstaf böðulsins hæfa mig harkalega. Hann heldur mér niðri svo ég nái ekki andanum á ný. Lífshlaup mitt rennur hjá fyrir hugskotssjónum mínum þar til ég hætti smám saman að geta hreyft mig. Kraftur minn þverr og allt breytist, verður mjúkt. Engu líkara en að ég yfirgefi líkamann og horfi yfir aftökustaðinn.
Þetta er sönn saga.
Þórdís Halldórsdóttir var tekin af lífi á Þingvöllum 30. júní árið 1618.
Böðull hrinti henni ofan í Drekkingarhyl.
Það voru áhorfendur.
18 konur voru drepnar í Drekkingarhyl á árunum 1618 til …
Athugasemdir (1)