Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Covid-19 faraldurinn mögulega á uppleið á ný

Ým­is­legt bend­ir til að kór­óna­veirufar­ald­ur­inn sé á upp­leið á ný, eft­ir að vel hef­ur tek­ist til að ná tök­um á hon­um að und­an­förnu, seg­ir Þórólf­ur Guðna­son. Fólk virð­ist ekki vera að passa sig nægi­lega.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segist hafa töluverðar áhyggjur af smittölum síðustu daga og einkum þvíhversu margir sem greinast séu utan sóttkvíar. Fólk virðist ekki vera að passa sig nægjanlega, segir Þórólfur. Hann sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag mögulegt að Covid-19 faraldurinn sé aftur á uppleið.

Þórólfur sagði að hans mat væri að við stæðum nú á ákveðnum krossgötum. Verulegt ákall væri úr samfélaginu um að slakað yrði á takmörkunum en rétt væri að minna á að sá árangur sem hefði náðst síðustu daga og vikur hefði náðst með þeim aðgerðum sem farið hefði verið í í sóttvarnarskyni. Mikilvægt væri að fólk sýndi áfram þolgæði og gætti að persónulegum sóttvörnum sínum áfram.

Hefur áhyggjurÞórólfur hefur talsverðar áhyggjur af þróun Covid-19 smita og telur mögulegt að faraldurinn sé á uppleið að nýju.

Þórólfur hefur skilað tillögum til heilbrigðisráðherra um breytingar á takmörkunum í sóttvarnarskyni en ekki væri tímabært að ræða innihald þeirra. Hins vegar væri mögulegt að gera þyrfti breytingar á þeim tillögum ef þróun mála  yrði á þann veg að faraldurinn myndi sækja í sig veðrið á nýjan leik, eins og hann óttaðist.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Upplýsingafundir um Covid-19

Enginn afsláttur af sóttkvíarreglum þó smit komi upp í skólum
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19

Eng­inn af­slátt­ur af sótt­kví­ar­regl­um þó smit komi upp í skól­um

Komi Covid smit upp í skól­um munu þeir sem út­sett­ir kunna að hafa ver­ið fyr­ir veirunni að fara í sótt­kví líkt og ver­ið hef­ur. Eng­inn af­slátt­ur verð­ur gef­inn þar á nú frem­ur en áð­ur, seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir. Mun meira er um að al­var­lega veik­ir ein­stak­ling­ar komi beint inn á spít­al­ann í inn­lögn en ver­ið hef­ur en hafi ekki við­komu á Covid-göngu­deild fyrst. Það á við um þrjá af þeim níu sjúk­ling­um sem lagst hafa inn á gjör­gæslu­deild í þess­ari bylgju far­ald­urs­ins.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár