Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíó, segir í samtali við Stundina að rekstur leikhússins eigi í hættu á gjaldþroti vegna Covid-19. Leikhúsið sé háð miðasölutekjum og húsið hafi verið tómt af áhorfendum meginhlutann af þessu ári.
Rússíbanaferð
„Staðan hjá Tjarnarbíó í dag varðandi þetta ástand er frekar slöpp,“ segir Friðrik. Framan af árinu, í byrjun mars og út maí mánuð var húsinu lokað. Þegar sumarið bar að garði kom þó líf aftur í húsið, uppistandssýningar fylltu húsið af áhorfendum og hlátri. Í lok sumars eða í ágúst mánuði var húsinu aftur skellt í lás áður en það var opnað aftur í september. „Þetta er búið að vera rússíbanaferð,“ segir Friðrik.
Nú er sá tími ársins þar sem reksturinn hefur verið hvað blómlegastur í gegnum árin en húsið hálf tómt. „Hér átti að vera sviðslistahátíð í gangi, Reykjavík Dance Festival og jólasýningarnar ættu að vera bresta á. Venjulega …
Athugasemdir