Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Farsímanet, kona og Evrópubúi á tunglinu

Sam­kvæmt nýj­ustu stefnu­skrá banda­rísku geim­ferða­stofn­un­ar­inn­ar NASA stend­ur til að senda geim­fara til tungls­ins inn­an fjög­urra ára og hefja fasta bú­setu þar ár­ið 2030.

Til þess að sá draumur verði að veruleika þarf að sjá tunglförum framtíðarinnar fyrir öllum helstu nauðsynjum og í dag er gott farsímasamband orðinn órjúfanlegur hluti af daglegu lífi á jörðinni. Það sama mun gilda um þá sem dvelja á tunglinu til lengri eða skemmri tíma og því ekki seinna vænna en að koma upp þráðlausu 4g neti á yfirborðinu.

NASA var að undirrita samning við finnska fjarskiptafyrirtækið Nokia sem segist ekki þurfa nema tvö ár til að þróa og framleiða búnaðinn sem verður sendur til tunglsins. Hann verði tilbúinn til prófana síðla árs 2022 og líklega sendur með sömu eldflaug og tunglfararnir sem eiga að fara af stað tveimur árum síðar, eða fyrir árslok 2024.

Samningurinn við Nokia hljóðar upp á um tvo milljarða íslenskra króna en það er aðeins brot af kostnaðinum við verkefnið. Langdýrasti hlutinn er sjálft geimskotið og NASA hefur síðustu ár unnið markvisst að því …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þekking

Heimsálfur utan úr geimnum eru fastar í iðrum Jarðar
Þekking

Heims­álf­ur ut­an úr geimn­um eru fast­ar í iðr­um Jarð­ar

Hvað leyn­ist und­ir fót­um okk­ar? Sú spurn­ing er æv­in­lega að­kallandi á eld­gosa­svæði og tala nú ekki um þeg­ar gos­hrina er haf­in, eins og nú virð­ist raun­in á Ís­landi. Vís­inda­menn eru hins veg­ar sí­fellt að störf­um að auka skiln­ing okk­ar á því sem í iðr­un­um leyn­ist og nú í nóv­em­ber birt­ist í vís­inda­rit­inu Nature grein þar sem sagði frá óvæntri nið­ur­stöðu...
Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Alheimurinn í nýju og skarpara ljósi
Þekking

Al­heim­ur­inn í nýju og skarp­ara ljósi

Nýj­asta stór­virki mann­kyns­ins, James Webb geim­sjón­auk­inn, er ætl­að að skoða mynd­un fyrstu stjarna og vetr­ar­brauta al­heims­ins. Hvar og hvenær kvikn­aði fyrsta ljós­ið í al­heim­in­um? Hvernig verða stjörn­ur og sól­kerfi til? Hvernig mynd­uð­ust vetr­ar­braut­irn­ar? Hvaða eðl­is- og efna­fræði­lega eig­in­leika þurfa plán­et­ur og sól­kerfi að hafa til að geyma líf? Fyrstu mynd­ir sjón­auk­ans eru komn­ar. „Þær voru enn skýr­ari, skarp­ari og glæsi­legri en ég átti von á,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár