Til þess að sá draumur verði að veruleika þarf að sjá tunglförum framtíðarinnar fyrir öllum helstu nauðsynjum og í dag er gott farsímasamband orðinn órjúfanlegur hluti af daglegu lífi á jörðinni. Það sama mun gilda um þá sem dvelja á tunglinu til lengri eða skemmri tíma og því ekki seinna vænna en að koma upp þráðlausu 4g neti á yfirborðinu.
NASA var að undirrita samning við finnska fjarskiptafyrirtækið Nokia sem segist ekki þurfa nema tvö ár til að þróa og framleiða búnaðinn sem verður sendur til tunglsins. Hann verði tilbúinn til prófana síðla árs 2022 og líklega sendur með sömu eldflaug og tunglfararnir sem eiga að fara af stað tveimur árum síðar, eða fyrir árslok 2024.
Samningurinn við Nokia hljóðar upp á um tvo milljarða íslenskra króna en það er aðeins brot af kostnaðinum við verkefnið. Langdýrasti hlutinn er sjálft geimskotið og NASA hefur síðustu ár unnið markvisst að því …
Athugasemdir