Sú ráðstöfun ríkisstjórnarinnar sem birtist í fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í dag, að hækka ekki upphæð atvinnuleysisbóta, mun auka ójöfnuð og leiða til fátæktar stórs hóps Íslendinga. Þetta er skoðun hagfræðings BSRB. Hagfræðiprófessor bendir á að atvinnuleysisbætur séu svo lágar að líkur séu á að það muni kalla á aukin útgjöld hjá sveitarfélögum, í fjárhagsaðstoð og stoðþjónustu.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2021 og fjármálaáætlun fyrir árin 2021–2025 einnig. Ríkissjóður verður rekinn með 264 milljarða króna halla á næsta ári og gert er ráð fyrir að hallinn verði 900 milljarðar króna. Yfir 100 milljarðar króna fara til greiðslu atvinnuleysisbóta bæði í ár og á næsta ári.
Skatttekjur ríkissjóðs verða 52 milljörðum lægri í ár en stefnt hafði verið að. Bjarni sagði að hverjum manni væri augljóst að hrun hefði orðið í afkomu ríkissjóðs. „Við höfum ekki til lengri tíma efni á því að halda …
Athugasemdir