Unnur Regína Gunnarsdóttir lýsir þeirri einmanalegu tilfinningu sem fylgir því að vera 27 ára gömul kona sem lifir daglegu lífi að mestu aðskilin frá daglegu amstri samfélagsins, upplifir sig einangraða og finnur á sama tíma hjá sér skömm yfir eigin hlutskipti, sem hún hefur harmað á dekkstu dögunum. Eftir langa og flókna baráttu við heilbrigðiskerfið greindist Unnur Regína með arfgenga sjúkdóminn Ehlers Danlos, sem er sjaldgæfur sjúkdómur sem leggst misjafnt á fólk. Í alvarlegustu tilfellunum getur hann valdið lömun og skammlífi vegna rofs í ósæð eða líffærarofi, sem getur verið eitt af fjölmörgum birtingarmyndum sjúkdómsins. Baráttan fyrir réttri greiningu tók verulega á og afskrifuðu læknar áhyggjur hennar sem kvíða og ímyndunarveiki ungrar konu og eftir að hafa heyrt slíkt margsagt var hún á tímabili farin að efast um eigið geðheibrigði.
Sársauki eðlilegt ástand
Þegar Unnur Regína hugsar til baka til bernskuáranna man hún ekki eftir sér öðruvísi en verkjaðri og …
Athugasemdir