Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tifandi tímasprengja sem sprakk

12.000 mann­eskj­ur þar af 5000 börn sem flúðu Moria flótta­manna­búð­irn­ar þeg­ar eld­ur braust þar út í síð­ustu viku hafa síð­ustu daga ver­ið að slá upp tjald­búð­um á göt­um úti i ná­grenni búð­anna. „Ástand­ið er öm­ur­legt,“ seg­ir talskona Lækna án landa­mæra í sam­tali við Stund­ina. Ótt­ast er að kór­óna­veiru­smit­um fjölgi hratt því ekki hef­ur tek­ist að finna 27 ein­stak­linga úr búð­un­um sem eru smit­að­ir og voru í ein­angr­un.

„Örvæntingin er alltumlykjandi í lífi hælisleitenda og flóttafólks sem nú hefst við á götum úti í nágrenni Moria búðanna eftir eldsvoðann í síðustu viku sem lagði þær í rúst. Fólkið er mjög óttaslegið, sérstaklega foreldrar ungra barna og sjúklingarnir í hópnum eru hræddir og þeir eru margir,“  segir Dora Vangi talskona Lækna án landamæra en hún var stödd við flóttamannabúðirnar þegar Stundin náði tali af henni. Samtökin hafa starfrækt tvær heilsugæslustöðvar við Moria flóttmannabúðirnar á eyjunni Lesbos á Grikklandi. Önnur stöðin er fyrir allt fólk sem þarf aðstoð lækna og sálfræðinga hin er sérstaklega ætluð verðandi mæðrum og hvítvoðungum.

Eftir brunann hefur hjúkrunarfólk verið á ferðinni á svæðinu í kringum búðirnar þar sem flóttafólkið er,  til að kanna ástand þess.  Allt fólkið sem hafðist við í búðunum, um 12.000 talsins, þar af um 5000 börn flúði eldinn sem kviknaði aðfararnótt miðvikudags og hefur síðustu daga verið að slá upp tjaldbúðum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár