„Örvæntingin er alltumlykjandi í lífi hælisleitenda og flóttafólks sem nú hefst við á götum úti í nágrenni Moria búðanna eftir eldsvoðann í síðustu viku sem lagði þær í rúst. Fólkið er mjög óttaslegið, sérstaklega foreldrar ungra barna og sjúklingarnir í hópnum eru hræddir og þeir eru margir,“ segir Dora Vangi talskona Lækna án landamæra en hún var stödd við flóttamannabúðirnar þegar Stundin náði tali af henni. Samtökin hafa starfrækt tvær heilsugæslustöðvar við Moria flóttmannabúðirnar á eyjunni Lesbos á Grikklandi. Önnur stöðin er fyrir allt fólk sem þarf aðstoð lækna og sálfræðinga hin er sérstaklega ætluð verðandi mæðrum og hvítvoðungum.
Eftir brunann hefur hjúkrunarfólk verið á ferðinni á svæðinu í kringum búðirnar þar sem flóttafólkið er, til að kanna ástand þess. Allt fólkið sem hafðist við í búðunum, um 12.000 talsins, þar af um 5000 börn flúði eldinn sem kviknaði aðfararnótt miðvikudags og hefur síðustu daga verið að slá upp tjaldbúðum …
Athugasemdir