Íslenska óperan í samstarfi við Stundina mun fram að jólum streyma beint frá tónleikum Óperunnar, ýmist í hádeginu á þriðjudögum eða á laugardagseftirmiðdögum. Íslenska óperan hefur um árabil haldið úti tónleikaröðinni Kúnstpásu þar sem leiddir eru fram máttarstólpar í íslensku tónlistarlífi í bland við unga upprennandi listamenn.
Í dag munu stórsöngvarinn Kristinn Sigmundsson og píanóleikarinn Anna Guðný Guðmundsdóttir hefja Kúnstpásuna en um þarsíðustu helgi var Söngskemmtun þeirra Elmars Gilbertssonar óperusöngvara og Bjarna Frímanns Bjarnasonar píanista einnig streymt.
Streymin verða aðgengileg á vef Stundarinnar og einnig á Facebook-síðum Stundarinnar og Íslensku óperunnar.
Athugasemdir