Djúpríkið, eða deep state á ensku, er einfaldlega bein þýðing á tyrkneska hugtakinu „derin devlet“. Það var upphaflega notað til að lýsa meintu leynilegu bandalagi innan tyrkneska hersins á seinni hluta 20. aldar. Háttsettir foringjar innan hersins voru sagðir hafa tekið höndum saman við ónefnda skuggamenn úr röðum almennra borgara til að tryggja aðskilnað ríkis og trúarbragða í nafni Mustafa Ataturk sem jafnan er nefndur faðir tyrkneska lýðveldisins.
Mjög skiptar skoðanir eru meðal tyrkneskra stjórnmálafræðinga um tilvist þessa samsæris en almennt veltur það á því hvernig djúpríkið sjálft er skilgreint. Þá virðist sem svo að allar fylkingar í Tyrklandi telji djúpríkið vera að vinna sérstaklega gegn sér.
Kúrdar telja það samsæri gegn sjálfstæðisbaráttu þeirra, bókstafstrúarmenn og íslamistar telja samsærið í raun beinast að trúarstofnunum, lýðræðisfylking segir djúpríkið vera ólýðræðislegt og svo framvegis. Bülent Ecevit, fyrrverandi forsætisráðherra Tyrklands, vildi meina að þetta ósamræmi væri til komið vegna þess að enginn væri …
Athugasemdir