Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

137. spurningaþraut: Tungl, leikrit, höfuðborg, fáni, kvikmynd

137. spurningaþraut: Tungl, leikrit, höfuðborg, fáni, kvikmynd

Herrar mínir, frúr og aðrir gestir: Hér er hlekkur á þrautina í gær.

Fyrri aukaspurning snýst um myndina hér að ofan.

Á myndinni má sjá leikarana Daniel Day Lewis, John Lynch og Pete Postlethwaite. (Kannski sést Postlethwaite samt ekki ef þið eruð að skoða þetta í síma.)

Í hvaða mynd eru þeir að leika?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver skrifaði leikritið Beðið eftir Godot?

2.   Hvað heitir höfuðborg Taílands?

3.   Í hvaða stjörnumerki var Ísbjörg?

4.   Við hvaða reikistjörnu er tunglið Evrópa?

5.   Stutt en snarpt stríð var háð árið 1973 þegar Egiftaland og Sýrland réðust á Ísrael, sóttu fram ákaflega en fóru að lokum halloka. Hvað kallast þetta stríð?

6.   Hvað heitir sakamaðurinn sem er aðalpersóna í Íslandsklukku Halldórs Laxness, sá sem bindur alla hina miklu frásögn saman?

7.   Í hvaða hljómsveit var Urður Hákonardóttir? Sjálfsagt hefur hún verið í fleiri en einni hljómsveit en hér er spurt þá frægustu.

8.   Hinn gamli fáni Líbíu, meðan Gaddadí réði þar ríkjum, var einlitur. Hvernig var hann á litinn?

9.   Árið 1935 héldu nasistar í Þýskalandi tilkomumikið flokksþing, sem átti að sýna þeirra og mikilfengleik. Flokksþingið var kvikmyndað og vissulega eru myndirnar frá því eftirminnilegar. En í hvaða borg var flokksþingið haldið?

10.   Og hver leikstýrði kvikmyndinni um þetta flokksþing, þar sem mikið var lagt upp úr gríðarlegum fjöldasenum og auk þess spilað upp á ljós og skugga?

***

Seinni aukaspurning:

Sæmundur á selnum heitir stytta eftir Ásmund Sveinsson. Til eru tvö eintök af henni. Önnur er framan við Háskóla Íslands en hin er við kirkjustað úti á landsbyggðinni, sem hér sést. Og spurt er:

Hvaða kirkjustaður er þetta?

***

Þá koma hér svörin við aðalspurningunum:

1.   Samuel Beckett.

2.   Bangkok.

3.   Ljón. Hér er vísað til skáldsögunnar „Ég heiti Ísbjörg ég er ljón“ eftir Vigdísi Grímsdóttur.

4.   Júpíter.

5.   Yom Kippur.

6.   Jón Hreggviðsson.

Úr kvikmyndinni um nasistaþingið.

7.   GusGus.

8.   Grænn.

9.   Nürnberg.

10.   Leni Riefensthal.

***

Svör við aðalspurningum:

Kvikmyndin heitir In the Name of the Father.

Kirkjustaðurinn er Oddi á Rangárvöllum.

Og loks er svo hér aftur hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu