Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

135. spurningaþraut: Dagblað í Danmörku, fjölmenn ríki, spænskur réttur

135. spurningaþraut: Dagblað í Danmörku, fjölmenn ríki, spænskur réttur

Hæ. Hér er þrautin frá því í gær.

En þá er það fyrst fyrri aukaspurning.

Hún vísar til myndarinnar hér að ofan.

Myndin sýnir brot af frægu málverki. Hvað heitir það?

***

Hér eru aðalspurningarnar í dag:

1.   Íslendingar áttu þátt í að stofna dagblað í Danmörku fyrir 14 árum, Nyhedsavisen hét það. Því var dreift ókeypis og náði mikilli útbreiðslu, þótt ekki yrði það langlíft. Gamalreyndur ritstjóri og fjölmiðlamaður á Íslandi átti mestan þátt í að hleypa því af stokkunum, og hafði enda áður gert svipaða hluti á Íslandi, með góðum árangri. Hver er maðurinn?

2.   Hvað hét franska skopmyndablaðið sem birti umdeildar myndir af Múhameð spámanni múslima?

3.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Canberra?

4.   Meiri landafræði: Kína er fjölmennasta ríki heims og Indland kemur skammt á eftir. En hvaða ríki er í þriðja sæti?

5.   En hvaða ríki er svo í fjórða sæti?

6.   Hvaða tónlistarmaður hefur gefið út gífurlega vinsælar plötur sem heita þeim yfirlætislausu nöfnum 19, 21 og 25?

7.   Hvað heitir spænskur réttur, upprunninn í Valencia, sem hefur að geyma sjávarafurðir eða ýmislegt kjöt, og svo mikið af hrísgrjónum, auk krydds og ýmissa jurta, sem er eldað saman í einni pönnu, og yfirleitt borið fram á henni líka? Saffron þykir ómissandi krydd í þennan rétt.

8.   Hver skrifaði Heimskringlu?

9.   Úr hvaða gígum kom hraunið sem rann í Skaftáreldum?

10.   Ódóaker hét maður maður, uppi í fornöld, nánar tiltekið á fimmtu öld eftir Krist. Hvert er tilkall Ódóakers til frægðar? 

***

Og þá kemur síðari aukaspurning.

Hvað heitir hljómsveitin, sem hér treður upp:

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Gunnar Smári Egilsson.

2.   Charlie Hebdo.

3.   Ástralíu.

4.   Bandaríkin.

5.   Indónesía.

6.   Adele.

7.   Paella.

8.   Snorri Sturluson.

9.   Lakagígum.

10.   Hann setti frá völdum síðasta keisara vesturrómverska ríkisins árið 476 og með því markaði hann í raun endalok hins eiginlega Rómaveldis, þótt það lifði áfram í austri lengi enn.

***

Svörin við aukaspurningunum:

Málverkið heitir Guernica og var málað af Pablo Picasso.

Það lítur svona út í heild:

Hljómsveitin, sem spurt var um í seinni aukaspurningu, heitir aftur á móti Skriðjöklar, eða hét, því hún mun vera lítt eða starfandi um þessar mundir.

***

Og hér er loks aftur linkur á þraut gærdagsins.

Missið alls ekki af henni!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár