Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

131. spurningaþraut: Hversu miklar líkur eru á að fá Royal Flush?

131. spurningaþraut: Hversu miklar líkur eru á að fá Royal Flush?

Hér er þrautin frá í gær, frábærar fuglamyndir Þorfinns Sigurgeirssonar. Spreytið ykkur á þeim, ef þið eruð ekki búin að því.

En fyrri aukaspurning dagsins er svona:

Hver er lágvaxni karlinn í miðið á myndinni, sem Ólafur Thors forsætisráðherra er að tala við?

***

Aðalspurningarnar eru tíu:

1.   Til hvaða þjóðar telst sagnaritarinn Heródótus sem uppi var í fornöld?

2.   Hvað heitir knattspyrnustjóri karlaliðs Liverpool í fótbolta?

3.   „Royal Flush“ kallast það í póker þegar spilarar fá á fyrstu hendi ás, kóng, drottningu, gosa og tíu í einhverri sort. En hversu miklar líkur eru á að fá „Royal Flush“? Er það einn á móti (tæplega) 70, 700, 7.000, 70.000 eða 700.000?

4.   En fyrst við erum að pæla í tölunni 7, þá má líka spyrja: Hversu mörg vínber eru að meðaltali notuð við framleiðslu á einni léttvínsflösku? Eru þau 70, 700, 7.000 eða 70.000?

5.   Hvað eru pysjur?

6.   Í hvaða landi á bílategunin Toyota uppruna sinn?

7.   En í hvaða landi er höfuðborgin Ankara?

8.   Til forna var örnefnið Romshvalanes að finna á fleiri en einum stað á Íslandi. En hvað eru rosmhvalir?

9.   Hvaða styrjöld, sem kostaði meira en milljón mannslíf, geisaði frá árinu 1861 og fram á vor 1865?

10.   Hvað heitir sú íslenska söngkona sem tróð fyrst upp í Eurovision, ein síns liðs (en með bakraddir þó)?

***

Og seinni aukaspurningin:

Hver er þetta? Það er ekki endilega nauðsynlegt að vita nafnið hans, enda gengur hann undir mismunandi nöfnum í mismunandi löndum. En nauðsynlegt er að vita hver er helsti hjálparkokkur þessa lögreglustóra við löggæslustörf.

Þá koma hér svörin við aðalspurningum:

1.   Hann var grískur.

2.   Jürgen Klopp. Eftirnafnið hans dugar.

3.   Líkurnar á að fá „Royal Flush“ eru einn á móti tæplega 700.000. Þú þarft nákvæmlega talið að reyna 649,740 sinnum áður en tölfræðin segir nokkuð ljóst að þú hafir fengið „Royal Flush“ einu sinni.

4.   700 vínber fara í eina flösku.

5.   Ungar lundans.

6.   Japan.

7.   Tyrklandi.

8.   Rostungar.

9.   Borgarastríðið í Bandaríkjunum.

10.   Halla Margrét. Hún söng Hægt og hljótt árið 1987.

***

Svör við aukaspurningum:

Karlinn, sem er að tala við Ólaf Thors, er David Ben-Gurion forsætisráðherra Ísraels, sem kom hingað til lands í opinbera heimsókn árið 1962.

Konan lengst til vinstri (sem sést kannski ekki í símaútgáfu þrautarinnar, er Ingibjörg Indriðadóttir Thors, eiginkona Ólafs.

Á neðri myndinni er lögreglustjórinn Seamus O'Hara sem svo heitir á ensku, Striks á dönsku og Bjargfastur lögreglustóri á íslensku. Hans hjálparhella við löggæslustörfin er að sjálfsögðu Mikki mús.

***

Og hér er aftur linkur á fuglaþrautina frá í gær.

Svarið við aukaaukaspurningunni frá í gær er svo þetta:

Þetta eru gargendur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár