Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

131. spurningaþraut: Hversu miklar líkur eru á að fá Royal Flush?

131. spurningaþraut: Hversu miklar líkur eru á að fá Royal Flush?

Hér er þrautin frá í gær, frábærar fuglamyndir Þorfinns Sigurgeirssonar. Spreytið ykkur á þeim, ef þið eruð ekki búin að því.

En fyrri aukaspurning dagsins er svona:

Hver er lágvaxni karlinn í miðið á myndinni, sem Ólafur Thors forsætisráðherra er að tala við?

***

Aðalspurningarnar eru tíu:

1.   Til hvaða þjóðar telst sagnaritarinn Heródótus sem uppi var í fornöld?

2.   Hvað heitir knattspyrnustjóri karlaliðs Liverpool í fótbolta?

3.   „Royal Flush“ kallast það í póker þegar spilarar fá á fyrstu hendi ás, kóng, drottningu, gosa og tíu í einhverri sort. En hversu miklar líkur eru á að fá „Royal Flush“? Er það einn á móti (tæplega) 70, 700, 7.000, 70.000 eða 700.000?

4.   En fyrst við erum að pæla í tölunni 7, þá má líka spyrja: Hversu mörg vínber eru að meðaltali notuð við framleiðslu á einni léttvínsflösku? Eru þau 70, 700, 7.000 eða 70.000?

5.   Hvað eru pysjur?

6.   Í hvaða landi á bílategunin Toyota uppruna sinn?

7.   En í hvaða landi er höfuðborgin Ankara?

8.   Til forna var örnefnið Romshvalanes að finna á fleiri en einum stað á Íslandi. En hvað eru rosmhvalir?

9.   Hvaða styrjöld, sem kostaði meira en milljón mannslíf, geisaði frá árinu 1861 og fram á vor 1865?

10.   Hvað heitir sú íslenska söngkona sem tróð fyrst upp í Eurovision, ein síns liðs (en með bakraddir þó)?

***

Og seinni aukaspurningin:

Hver er þetta? Það er ekki endilega nauðsynlegt að vita nafnið hans, enda gengur hann undir mismunandi nöfnum í mismunandi löndum. En nauðsynlegt er að vita hver er helsti hjálparkokkur þessa lögreglustóra við löggæslustörf.

Þá koma hér svörin við aðalspurningum:

1.   Hann var grískur.

2.   Jürgen Klopp. Eftirnafnið hans dugar.

3.   Líkurnar á að fá „Royal Flush“ eru einn á móti tæplega 700.000. Þú þarft nákvæmlega talið að reyna 649,740 sinnum áður en tölfræðin segir nokkuð ljóst að þú hafir fengið „Royal Flush“ einu sinni.

4.   700 vínber fara í eina flösku.

5.   Ungar lundans.

6.   Japan.

7.   Tyrklandi.

8.   Rostungar.

9.   Borgarastríðið í Bandaríkjunum.

10.   Halla Margrét. Hún söng Hægt og hljótt árið 1987.

***

Svör við aukaspurningum:

Karlinn, sem er að tala við Ólaf Thors, er David Ben-Gurion forsætisráðherra Ísraels, sem kom hingað til lands í opinbera heimsókn árið 1962.

Konan lengst til vinstri (sem sést kannski ekki í símaútgáfu þrautarinnar, er Ingibjörg Indriðadóttir Thors, eiginkona Ólafs.

Á neðri myndinni er lögreglustjórinn Seamus O'Hara sem svo heitir á ensku, Striks á dönsku og Bjargfastur lögreglustóri á íslensku. Hans hjálparhella við löggæslustörfin er að sjálfsögðu Mikki mús.

***

Og hér er aftur linkur á fuglaþrautina frá í gær.

Svarið við aukaaukaspurningunni frá í gær er svo þetta:

Þetta eru gargendur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár