Hangikjöt og uppstúfur, lambakjöt með brúnuðum kartöflum? Kjötsúpa eða harðfiskur með smjöri? Pylsa með öllu? Hvernig skilgreinum við þjóðarrétt? Er hann algerlega einstakur fyrir þá þjóð sem kennir sig við hann? Eða endurspeglar hann heldur matarsmekk þjóðarinnar hverju sinni? Stundin skoðar málið og spyr um leið með hjálp landsþekktra matreiðslumeistara og matgæðinga: Hver er hinn raunverulegi þjóðarréttur Íslendinga?
Uppruni eða vinsældir, hvað ræður?
Hamborgari hlýtur til dæmis að vera ótvíræður þjóðarréttur Bandaríkjanna og sömuleiðis hljóta sænskar kjötbollur að vera þjóðarréttur Svíþjóðar. Það er bókstaflega í nafninu sænskar kjötbollur. En málið er auðvitað flóknara. Réttir eru oftar en ekki staðbundnir, fyrir utan þá staðreynd að mjög sjaldan er til formlegur lögbundinn þjóðarréttur sem væri þá á sama stalli og þjóðfáni, þjóðsöngur eða skjaldarmerki. Fyrir 50 árum hefði til dæmis nokkuð örugglega verið hægt að kalla grillaðar pylsur þjóðarrétt Þýskalands. Í dag hins vegar er mjög erfitt að líta framhjá döner kebap …
Athugasemdir