Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

110. spurningaþraut: Hér er spurt um Nóbelsverðlaun, en óttist eigi, flestar eru spurningar þær fisléttar!

110. spurningaþraut: Hér er spurt um Nóbelsverðlaun, en óttist eigi, flestar eru spurningar þær fisléttar!

Hér er 109. spurningaþrautina að finna!!

Að venju eru allar spurningar um sama efni þegar tala þrautarinnar endar á heilum tug. Að þessu sinni verða Nóbelsverðlaun fyrir valinu.

Aukaspurningar:

Á efri myndinni má sjá Halldór Laxness taka við Nóbelsverðlaununum í bókmenntum úr hendi Svíakonungs. Hvað hét þessi Svíakóngur? Athugið að ekki er nauðsynlegt að hafa númerið á honum rétt, bara nöfnin hans tvö.

Á neðri myndinni má sjá þýskan eðlisfræðing, sem fékk Nóbelsverðlaunin árið 1932 þegar hann var aðeins 31s árs að aldri. Hann fékk verðlaunin fyrir uppgötvanir í skammtafræði. Núorðið er nafn hans kannski helst tengt svonefndu „óvissulögmáli“ en það leiddi af uppgötvunum hans í skammtafræðinni. Hvað hét maðurinn?

Aðalspurningar:

1.   Hvaða ár fékk Halldór Laxness Nóbelsverðlaunin í bókmenntum?

2.   Árið 1903 fékk maður nokkur Nóbelsverðlaun í læknisfræði sem var kominn af Íslendingum í föðurætt en fæddur í Færeyjum þar sem faðir hans var þá embættismaður. Hann stundaði um tíma nám í Menntaskólanum í Reykjavík, eða Latínuskólanum sem þá var kallaður. Hvað hét maður þessi?

3.   Malala Yousafzai fékk, ásamt öðrum, friðarverðlaun Nóbels árið 2014. Hún fékk verðlaunin fyrir að berjast fyrir menntun stúlkna í heimalandi sínu, Pakistan og er enn yngsti Nóbelsverðlaunahafi sögunnar. Hve gömul var hún þá hún fékk verðlaunin?

4.   Öll Nóbelsverðlaunin eru veitt í Stokkhólmi, nema friðarverðlaunin. Hvar eru þau veitt?

5.   Alfred Nobel, sem stofnsetti verðlaunin, var sænskur uppfinningamaður og iðnrekandi með mörg járn í eldinum. Auk Nóbelsverðlaunanna verður nafn hans ævinlega tengt tilteknu efni, sprengiefni, sem hann fann upp eða þróaði altént til framleiðslu. Hvaða fyrirbæri er það?

6.   Flestir verðlaunahafar í bókmenntum hafa fengið peninginn fyrir skáldverk, en þó eru nokkrir heimspekingar í hópi verðlaunahafanna, einn sagnfræðingur, einn blaðamaður og nokkrir sem erfitt er að skilgreina. Og einn verðlaunahafinn í bókmenntum fékk þau, auk verka um sagnfræði og pólitík, fyrir „stórkostlega ræðumennsku til varnar hinum æðstu mannlegu gildum“. Hver var þessi ræðumaður, svo snjall að hann fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum fyrir?

7.   Fjórir einstaklingar hafa fengið Nóbelsverðlaunin tvívegis, einir eða með öðrum. Aðeins einn af þeim hefur fengið óskiptan Nóbel tvisvar. Vitiði hver hann var?

8.   Fjórir Bandaríkjaforsetar hafa fengið friðarverðlaun Nóbels. Hver þessara fjórmenninga fékk þau síðast?

9.   Annar Bandaríkjaforseti fékk friðarverðlaunin árið 2002 en hafði þá reyndar látið af embætti. Hann fékk peningabúntið fyrir að hafa verið „óþreytandi við að finna friðsamlegar lausnir á alþjóðlegum deilumálum, að halda fram lýðræði og mannréttindum og efla efnahagslega og félagslega þróun“. Svona orð eru ekki oft höfð um Bandaríkjaforseta. Hver var þetta?

10.   Lengi vel veittist bæði konum og rithöfundum frá öðrum svæðum en Evrópu og Ameríkum mjög erfitt að fá Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Til dæmis fékk engin kona verðlaunin frá 1945-1966 og svo engin frá 1966-1991. Það var ekki fyrr en 1986 sem fyrsti Afríkumaðurinn fékk verðlaunin. Síðan hefur Nóbelsnefndin orðið örlítið víðsýnni. Árið 1993 fékk þeldökk kona bókmenntaverðlaunin í fyrsta sinn. Hún var bandarísk, kunnust fyrir skáldsöguna Ástkær, og dó fyrir ári síðan. Hvað hét hún?

Hér eru svörin við aðalspurningum:

1.   1955.

2.   Niels Finsen.

3.   17 ára.

4.   Osló, sem er borg í Noregi.

5.   Dínamít.

6.   Winston Churchill.

7.   Linus Pauling sem fékk verðlaun í efnafræði 1954 og friðarverðlaun 1962.

8.   Barack Obama.

9.   Jimmy Carter.

10.   Toni Morrison.

Svör við aukaspurningum:

Sú fyrri - sænski kóngurinn hét Gústaf Adolf, reyndar Gústaf 6. Adolf en töluna þurfiði sem sagt ekki að vita.

Sú seinni - Werner Heisenberg er maðurinn á myndinni.

Hér eru svo þrautir gærdagsins aftur!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár