Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

105. spurningaþraut: Hver réði tæplega helmingi af öllu gulli sögunnar á 14. öld?

105. spurningaþraut: Hver réði tæplega helmingi af öllu gulli sögunnar á 14. öld?

Hér er þrautin frá í gær.

Aukaspurningar:

Í hvaða borg er myndin hér að ofan tekin?

En á neðri myndinni, hvert þessara ungmenna varð heimsfrægt?

En hér eru aðalspurningarnar:

1.   Hvaða fótboltalið hefur oftast unnið skoska meistaratitilinn í karlaflokki?

2.   Mansa Músa var konungur í ríki einu í byrjun 14. aldar. Hann er talinn hafa verið einn ríkasti kóngur sögunnar og sérfræðingar British Museum hafa reiknað út að hann hafi ráðið tæplega helmingi af öllu gulli sem grafið hafði verið úr jörð fram að því. Í hvaða ríki var Mansa Músa við völd?

3.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Bamakó?

4.   Tveir ritstjórar eru við Stundina. Nefnið að minnsta kosti annan ritstjórann fullu nafni.

5.   Hver skrifaði bókina 90 sýni úr minni mínu?

6.   Hver orti ljóðið við íslenska þjóðsönginn, Lofsöng, eða Íslands þúsund ár?

7.   Flugfélagið Icelandair hét áður Flugleiðir, en það var stofnað 1973 þegar saman runnu Flugfélag Íslands og ... hvaða flugfélag?

8.   Kamsolkin hét maður, fæddur 1885. Hann var myndlistarmaður, hönnuður og ekki síst leikmyndateiknari. Meðal verka hans er eitt sem er meðal útbreiddustu og þekktustu myndverka 20. aldarinnar - sumir myndu segja alræmdustu - en fáir þekkja hann þó sem höfund þess. Það var raunar ekki að öllu leyti hans hugmyndaverk því hann byggði á eldri útgáfum. Sú elsta prýddi að líkindum tjíleska mynd þegar árið 1895. En hvaða verk Kamsolkins er hér átt við?

9.   Hvað heitir stærsta eyjan í Eyjafirði?

10.   Fyrsta konan sem segja má að hafi ríkt í eigin nafni sem drottning yfir Englandi var uppi á 12. öld, dóttir Hinriks 1. konungs og sonardóttir Vilhjálms sigurvegara eða Vilhjálms bastarðs. Konan var reyndar ekki óumdeild í hásætinu og átti í borgarastríði við náfrænda sinn, Stefán konung. Hún fær nú samt pláss í þjóðhöfðingjatali Englands, og sonur hennar varð konungur undir nafninu Hinrik 2. og gat af sér kóngana Ríkharð ljónshjarta og Jóhann landlausa. En hvað hét þessi drottning Englands sem hér um ræðir?

Hér eru svörin:

1.   Glasgow Rangers.

2.   Malí.

3.   Malí.

4.   Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson.

5.   Halldóra K. Thoroddsen.

6.   Matthías Jochumsson.

Hamar og sigð Kamsolkins

7.   Loftleiðir.

Hamar og sigð á tjíleskum pesóa

8.   Hamar og sigð, tákn Sovétríkjanna og Kommúnistaflokksins þeirra. Táknið átti að merkja órofa samstöðu bænda (með sigðina að vopni) og verkamanna (með verksmiðjuhamar). Síðan varð myndin að tákni kommúnista um víða veröld.

9.   Hrísey.

10.   Matthildur.

Svör við aukaspurningum:

Myndin er tekin við aðaljárnbrautarstöðina í Stalíngrad seint á árinu 1942.

Og sú neðri: Meryl Streep (lengst til hægri) varð óneitanlega töluvert heimsfrægari en hinir ungu félagar hennar í leiklistinni.

Og hér er loks aftur linkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár