Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

105. spurningaþraut: Hver réði tæplega helmingi af öllu gulli sögunnar á 14. öld?

105. spurningaþraut: Hver réði tæplega helmingi af öllu gulli sögunnar á 14. öld?

Hér er þrautin frá í gær.

Aukaspurningar:

Í hvaða borg er myndin hér að ofan tekin?

En á neðri myndinni, hvert þessara ungmenna varð heimsfrægt?

En hér eru aðalspurningarnar:

1.   Hvaða fótboltalið hefur oftast unnið skoska meistaratitilinn í karlaflokki?

2.   Mansa Músa var konungur í ríki einu í byrjun 14. aldar. Hann er talinn hafa verið einn ríkasti kóngur sögunnar og sérfræðingar British Museum hafa reiknað út að hann hafi ráðið tæplega helmingi af öllu gulli sem grafið hafði verið úr jörð fram að því. Í hvaða ríki var Mansa Músa við völd?

3.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Bamakó?

4.   Tveir ritstjórar eru við Stundina. Nefnið að minnsta kosti annan ritstjórann fullu nafni.

5.   Hver skrifaði bókina 90 sýni úr minni mínu?

6.   Hver orti ljóðið við íslenska þjóðsönginn, Lofsöng, eða Íslands þúsund ár?

7.   Flugfélagið Icelandair hét áður Flugleiðir, en það var stofnað 1973 þegar saman runnu Flugfélag Íslands og ... hvaða flugfélag?

8.   Kamsolkin hét maður, fæddur 1885. Hann var myndlistarmaður, hönnuður og ekki síst leikmyndateiknari. Meðal verka hans er eitt sem er meðal útbreiddustu og þekktustu myndverka 20. aldarinnar - sumir myndu segja alræmdustu - en fáir þekkja hann þó sem höfund þess. Það var raunar ekki að öllu leyti hans hugmyndaverk því hann byggði á eldri útgáfum. Sú elsta prýddi að líkindum tjíleska mynd þegar árið 1895. En hvaða verk Kamsolkins er hér átt við?

9.   Hvað heitir stærsta eyjan í Eyjafirði?

10.   Fyrsta konan sem segja má að hafi ríkt í eigin nafni sem drottning yfir Englandi var uppi á 12. öld, dóttir Hinriks 1. konungs og sonardóttir Vilhjálms sigurvegara eða Vilhjálms bastarðs. Konan var reyndar ekki óumdeild í hásætinu og átti í borgarastríði við náfrænda sinn, Stefán konung. Hún fær nú samt pláss í þjóðhöfðingjatali Englands, og sonur hennar varð konungur undir nafninu Hinrik 2. og gat af sér kóngana Ríkharð ljónshjarta og Jóhann landlausa. En hvað hét þessi drottning Englands sem hér um ræðir?

Hér eru svörin:

1.   Glasgow Rangers.

2.   Malí.

3.   Malí.

4.   Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson.

5.   Halldóra K. Thoroddsen.

6.   Matthías Jochumsson.

Hamar og sigð Kamsolkins

7.   Loftleiðir.

Hamar og sigð á tjíleskum pesóa

8.   Hamar og sigð, tákn Sovétríkjanna og Kommúnistaflokksins þeirra. Táknið átti að merkja órofa samstöðu bænda (með sigðina að vopni) og verkamanna (með verksmiðjuhamar). Síðan varð myndin að tákni kommúnista um víða veröld.

9.   Hrísey.

10.   Matthildur.

Svör við aukaspurningum:

Myndin er tekin við aðaljárnbrautarstöðina í Stalíngrad seint á árinu 1942.

Og sú neðri: Meryl Streep (lengst til hægri) varð óneitanlega töluvert heimsfrægari en hinir ungu félagar hennar í leiklistinni.

Og hér er loks aftur linkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár