Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ungmenni mótmæla brottvísun barna: Einn bangsi fyrir hvert barn sem sent var burt

Bangs­ar biðu þing­manna fyr­ir fram­an nefnda­svið Al­þing­is í morg­un, bangs­ar sem tákna börn sem send voru burt og neit­að um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Ung­menna­ráð UNICEF stóð fyr­ir mót­mæl­un­um, sem áttu að vekja sam­visku­bit eða sekt­ar­kennd hjá þing­mönn­um.

Ungmenni mótmæla brottvísun barna: Einn bangsi fyrir hvert barn sem sent var burt
Vöktu athygli Mótmælin vöktu athygli þingmanna og gesta og gangandi. Hér er Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar Alþingis, á leið framhjá gjörningnum.

Í morgun mættu þingmenn óvenjulegum gestum á leið til vinnu, en fyrir framan nefndasvið Alþingis sátu 75 tuskudýr. Talan var ekki valin af handahófi. Hver bangsi táknar barn, sem hafnað var landvistarleyfi árið 2019, samkvæmt lögum um útlendinga. Gerður Ævarsdóttir, varaforseti Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, telur útlendingalögin ekki hafa mannúðarsjónarmið í forgrunni.

Gerður er tvítugur nýstúdent, og hefur tekið þátt í starfi Ungmennaráðsins síðastliðin tvö ár. Ungmennaráðið er hópur ungs fólks sem vinnur náið með starfsfólki UNICEF á Íslandi að fræðslu og framkvæmd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samtökin hafa ítrekað gagnrýnt brottvísanir flóttabarna og bent á að aðstæður í viðtökulöndum séu langt frá því að uppfylla staðla um mannsæmandi lífsskilyrði.

75 börn75 börnum var neitað um landvistarleyfi á Íslandi á síðasta ári. Hér horfir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á tuskudýrin sem tákna börnin.

Óar við frumvarpi ráðherra

Innsetning bangsanna er hluti af táknrænum mótmælum Ungmennaráðsins gegn framkvæmd stjórnvalda. Framkvæmdin byggir ekki á lagaskyldu af neinum toga, og brýtur gegn upphaflegum tilgangi Dyflinnarreglugerðarinnar, sem var að dreifa ábyrgð á flóttafólki um Evrópu, en íslensk stjórnvöld nota almennt til að réttlæta endursendingar viðkvæmra hópa. Bangsanir halda á skiltum þar sem stendur meðal annars með rithendi barns: „Áslaug Arna, er þér sama um réttindi barna?“

„Áslaug Arna, er þér sama um réttindi barna?“

Ungmennaráðinu óar við yfirvofandi þrengingum á réttindum hælisleitenda. Frumvarp dómsmálaráðherra myndi gera stjórnvöldum skylt að hafna umsókn þeirra, óháð aldri og möguleikum viðkomulanda til að uppfylla ákvæði alþjóðalaga um grundvallarréttindi barna, til dæmis frið, fjölskyldu, skólagöngu og vernd gegn hvers kyns ofbeldi, en börn í yfirfullum flóttamannabúðum eru afar berskjölduð fyrir vændi og vinnuþrælkun.

Börn sem þurftu á aðstoð að halda

Gerður ÆvarsdóttirGerður er varaformaður Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, sem stóð fyrir mótmælunum.

Samkvæmt Gerði á aðgerðin að veita alþingismönnum tengingu við málaflokkinn. „Þetta eru ekki bara tölur á blaði, heldur raunveruleg börn, sem þurftu á hjálp okkar að halda.“ Afdrif endursendra barna eru yfirleitt óljós vegna takmarkaðra samskiptatækifæra, en árið 2018 birtu tengiliðir flóttafjölskyldu, sem endursend var til Þýskalands, almenningi myndir af tveimur smábörnum sem neyddust til að dvelja í skóglendi um hávetur.

 „Bangsarnir og skiltin eiga að vekja alþingismönnum samviskubit, ef ekki hreinlega sektarkennd“

Gerður segir aðgerðinni beint að allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, sem ber ábyrgð á málaflokknum. „Bangsarnir og skiltin eiga að vekja alþingismönnum samviskubit, ef ekki hreinlega sektarkennd. Hvað hefðu þau getað gert til að stöðva brottvísanir? Hver ber ábyrgðina? Alþingi setur vissulega lögin, en það er hlutverk okkar allra að vera á verði og vernda börn, sama hvaðan þau koma.“ 

Fyrir utan nefndarsviðBöngsunum var komið fyrir fyrir utan nefndarsvið Alþingis. Hér má sjá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, þingkonu Vinstri grænna, á leið framhjá.
Gengið framhjáBrynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gengur inn á nefndasvið og framhjá böngsunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
2
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
3
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
10
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
5
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
9
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár