Haustið 2016 spruttu þrjár nýjar bókaútgáfur í eigu kvenna fram á sjónarsviðið. Þetta var bókaútgáfan Benedikt, sem er í eigu Guðrúnar Vilmundardóttur, sem áður hafði gegnt starfi útgáfustjóra hjá Bjarti, Litli sæhesturinn í eigu Silju Sallé, sem hafði þá nýverið flutt til Íslands og fann fyrir þörf á fjölbreyttari bókmenntum fyrir börn, og Angústúra, sem er í eigu þeirra Þorgerðar Öglu Magnúsdóttur og Maríu Ránar Guðjónsdóttur. Sama ár tók Hólmfríður Matthíasdóttir við sem útgáfustjóri Forlagsins. Ári áður hafði Dögg Hjaltalín tekið við bókaútgáfunni Sölku, sem var stofnuð árið 2000 af Hildi Hermóðsdóttur og Þóru Sigríði Ingólfsdóttur, sem svar við karllægum bransa. Það sama ár, 2015, stofnaði Valgerður Þóroddsdóttir líka Partus.
Eitthvað virðist hafa legið í loftinu á þessum árum: „Kannski má líkja þessu við það þegar ísjakar snúast,“ segir Guðrún. „Þetta var búið að vera eins um nokkuð langt skeið. Forlagið langstærst, Bjartur og Veröld langstærst á eftir þeim. Það …
Athugasemdir