Blökkumenn eru 13% bandarísku þjóðarinnar, langflestir afkomendur þræla sem voru fluttir í járnum frá Afríku á öldum áður. Réttindabarátta þeirra, eða tilvistarbarátta í mörgum tilvikum, hefur staðið í mörg hundruð ár og þrátt fyrir að í dag eigi allir að vera jafnir fyrir lögum eru þeir enn fimm sinnum líklegri til að vera dæmdir í fangelsi en hvítir samborgarar þeirra. Í könnunum segjast þrír af hverjum fimm þeldökkum karlmönnum hafa orðið fyrir ofsóknum lögreglu með því að vera stöðvaðir að tilefnislausu.
Segjum að þú búir á stigagangi í fjölbýlishúsi þar sem alls tíu eiga heima. Ef sex íbúar á stigaganginum hafa persónulega verið ofsóttir af lögreglunni er rétt hægt að ímynda sér að það grípi um sig óöryggi og vantraust á yfirvöld í húsinu. Yfirfærðu það nú á 40 milljónir manna sem hafa verið beittir kerfisbundnu misrétti í 400 ár og þú ferð að sjá hversu stórt vandamálið er.
Athugasemdir