Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gjafakvóti Samherja afhentur nýrri kynslóð án skattlagningar

Sá kvóti sem Sam­herji hef­ur feng­ið af­hent­an frá ís­lenska rík­inu skipt­ir um hend­ur án þess að vera skatt­lagð­ur. Um er að ræða stærstu og verð­mæt­ustu eig­enda­skipti á hluta­bréf­um í ís­lenskri út­gerð­ar­sögu. Verð­mæti eigna Sam­herja er vanáætl­að um 50 millj­arða króna vegna kvóta sem ekki er eign­færð­ur.

Gjafakvóti Samherja afhentur nýrri kynslóð án skattlagningar
Sá eini sem vinnur hjá Samherja Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, er sá eini af börnunum sex sem vinnur sem stjórnandi hjá Samherja. Hann hefur lengi verið nefndur sem sá sem eigi að taka við forstjórastarfinu þegar faðir hans hættir á endanum. Mynd: Fréttablaðið

Í lok febrúar á þessu ári barst fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra tilkynning um að 100 milljóna króna hlutafé í nýju eignarhaldsfélagi barna Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra og aðaleiganda Samherja, hefði verið greitt með reiðufé. Þetta eignarhaldsfélag, sem er í eigu þeirra Baldvins og Kötlu Þorsteinsbarna og heitir eftir þeim, K&B ehf., mun að öllum líkindum eignast hlutabréf fyrirtækis foreldra sinna í Samherja. Samtals er um að ræða 43 prósenta hlut í Samherja sem er að minnsta kosti tæplega 50 milljarða króna virði.

Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hafa stærstu eigendur Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, ákveðið að börnin þeirra muni nú eignast hlutabréf þeirra í Samherja hf. 

Á bak við þessi hlutabréf eru eignir eins og fasteignir, skip og síðast en ekki síst aflaheimildir, kvóti Samherja og hlutdeild í hlutabréfum annarra útgerðarfélaga, eins og Síldarvinnslunnar, og þar af leiðandi kvóta annarra …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár