Myndband: Heiða Helgadóttir
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Við segjum okkar sögu sjálfar

Kolfinna og Katrín Arn­dís­ar­dæt­ur stíga hér fram í fyrsta sinn til þess að segja sögu sem er þeirra. Þær ætla ekki að sam­þykkja leng­ur að sag­an sé skrif­uð fyr­ir þær, af föð­ur sem þær slitu sam­skipt­um við vegna sam­skipta sem þær lýsa sem of­beldi og of­ríki.

„Við erum sjálfstæðar ungar konur og getum sagt sjálfar frá,“ segja Katrín og Kolfinna Arndísardætur, sem sendu nýlega frá sér yfirlýsingu þar sem þær skýrðu frá því hvað lá að baki þeirri ákvörðun að þær slitu sambandi við föður sinn og stjúpföður, Dofra Hermannsson. 

Dofri er formaður Félags um foreldrajafnrétti, situr í jafnréttisráði og er fyrrverandi varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Um árabil hefur hann rætt opinberlega um foreldraútilokun og vísað til eigin reynslu í því samhengi, en hann heldur því fram að móðir þeirra hafi eitrað hug þeirra til hans og sett þær í hollustuklemmu sem olli því að þær slitu samskiptum við hann. Í kjölfar þess að hann birti pistilinn Leyfi til að elska á Vísi ákváðu systurnar að nú skyldu þær ekki þegja lengur heldur segja sína sögu. Yfirlýsing þeirra birtist á Facebook-síðu samtakanna Líf án ofbeldis, en nú stíga þær fram í fyrsta sinn undir nafni og mynd til …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár