Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fjöldi símtala í hjálparsíma margfaldast: Einangrun og veikindi taka sinn toll

Fjölga þurfti sjálf­boða­lið­um til að anna fjölg­un sím­tala í hjálp­arsíma Rauða kross­ins, 1717, en frá ára­mót­um hafa sím­töl­in þang­að ver­ið um 10.000. Á sama tíma­bili í fyrra voru þau 4.000, mesta fjölg­un­in er í hópi eldra fólks og ein­mana­leiki og kvíði eru al­geng­ustu ástæð­ur sím­tal­anna.

Fjöldi símtala í hjálparsíma margfaldast: Einangrun og veikindi taka sinn toll
Hjálparlínan 1717 Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, hafa borist um 10.000 símtöl frá áramótum fram í miðjan apríl. Á sama tímabili í fyrra voru símtölin 4.000. Mesta fjölgunin er í hópi eldra fólks og einmanaleiki og kvíði eru algengustu ástæður símtalanna. Bæta þurfti við hundrað nýjum sjálfboðaliðum til að svara símtölunum. Mynd: Aðsend/Samsett

Meira en tvöfalt fleiri hringdu í hjálparsíma Rauða krossins, 1717, frá áramótum fram í miðjan apríl en á sama tíma í fyrra.  Mesta fjölgunin er í hópi eldra fólks og einmanaleiki og kvíði eru algengustu ástæður símtalanna. Fjölga þurfti mikið í hópi sjálfboðaliða til að anna þessari fjölgun símtala og Rauði krossinn býst jafnvel við enn meiri fjölgun þegar faraldrinum linnir.

Frá áramótum og fram í miðjan apríl bárust 1717 um 10.000 símtöl. Á sama tímabili í fyrra voru þau um 4.000. Sandra Björk Birgisdóttir verkefnastjóri hjá 1717 segir að þessu til viðbótar séu símtölin þyngri. „Vanlíðan er meiri nú en áður, það er þyngra hljóð í fólki,“ segir hún.

„Vanlíðan er meiri nú en áður“

Flestir hringja vegna kvíða

Mesta aukningin hefur verið  í símtölum vegna einmanaleika og það sem af er ári hafa 780 símtöl verið vegna kvíða. Þar af voru 470 símtöl í mars og það sem af er apríl, en til samanburðar voru 168 símtöl vegna kvíða á því tímabili í fyrra. Kvíðinn er af ýmsum ástæðum, segir Sandra. „Stundum vegna ótta við að fá veiruna, fólk hefur áhyggjur af eigin heilsu og annarra. Stundum er kvíðinn fjárhagslegur. Fólk óttast um afkomu sína og það er nokkuð um símtöl frá fólki sem ýmist hefur misst vinnuna eða óttast að það gerist.“

Ástæða til að huga að stöðu barna

Sandra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu barna í faraldrinum. „Sumum líður ekki vel heima hjá sér af ýmsum ástæðum og þó þau búi við góðar aðstæður, þá líður mörgum þeirra illa yfir þessari röskun á daglegu lífi og að geta ekki farið í skólann og hitt vini sína.“

„Það er nokkuð um símtöl frá fólki sem ýmist hefur misst vinnuna“

Einmanaleiki eldri borgara er ekki nýtilkominn

Nánast jafn margar konur og karlar hringja í 1717. Flestir sem þangað leita eru börn og ungmenni 18 ára eða yngri og það hefur ekki breyst í faraldrinum. Næsti stærsti hópurinn er fólk sem er 67 ára og eldra og þar  hefur mesta aukningin orðið. Hjá elsta hópnum er félagsleg einangrun helsta ástæðan. „Því miður er þetta ótrúlega stór hópur, en þannig hefur það verið í mörg ár. Hjá mörgum er símtal í 1717 hluti af daglegu lífi. Félagsleg einangrun er alvarlegt ástand og með COVID-faraldrinum hefur umræðan aukist.“

„Við finnum að einangrunin er farin að taka sinn toll af fólki“

Sandra segir að það sem faraldurinn hafi haft í för með sér sé að nú upplifi fólk á öllum aldri félagslega einangrun í fyrsta sinn. „Vegna kórónaveirufaraldursins eru margir í aðstæðum sem þeir hafi aldrei verið í áður; að hafa takmarkað samneyti við annað fólk. Þetta eru aðstæður sem margt fólk átti ekkert von á að lenda í og við kunnum fæst að takast á við þetta. Við finnum að einangrunin er farin að taka sinn toll af fólki.“

Búast við enn frekari aukningu

Að sögn Söndru er 1717 gjarnan fyrsta skrefið hjá fólki sem upplifir breytingar á andlegri líðan sinni. „Fyrir suma dugar að spjalla við okkur, stundum er einfaldlega nóg að tala við einhvern sem hlustar á þig af einlægni. Aðrir þurfa meiri aðstoð.“

Sandra segir að hugsanlega megi búast við enn frekari aukningu, jafnvel eftir að faraldurinn verði um garð genginn og samkomubanni og takmörkunum á ferðum fólks hafi verið aflétt. „Oft kemur vanlíðan fólks fram síðar, eftir að ástandið er liðið hjá og lífið komið í þokkalega eðlilegt horf. Við erum þess vegna undirbúin fyrir að auka enn frekar við okkar mannskap.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár