Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fjöldi símtala í hjálparsíma margfaldast: Einangrun og veikindi taka sinn toll

Fjölga þurfti sjálf­boða­lið­um til að anna fjölg­un sím­tala í hjálp­arsíma Rauða kross­ins, 1717, en frá ára­mót­um hafa sím­töl­in þang­að ver­ið um 10.000. Á sama tíma­bili í fyrra voru þau 4.000, mesta fjölg­un­in er í hópi eldra fólks og ein­mana­leiki og kvíði eru al­geng­ustu ástæð­ur sím­tal­anna.

Fjöldi símtala í hjálparsíma margfaldast: Einangrun og veikindi taka sinn toll
Hjálparlínan 1717 Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, hafa borist um 10.000 símtöl frá áramótum fram í miðjan apríl. Á sama tímabili í fyrra voru símtölin 4.000. Mesta fjölgunin er í hópi eldra fólks og einmanaleiki og kvíði eru algengustu ástæður símtalanna. Bæta þurfti við hundrað nýjum sjálfboðaliðum til að svara símtölunum. Mynd: Aðsend/Samsett

Meira en tvöfalt fleiri hringdu í hjálparsíma Rauða krossins, 1717, frá áramótum fram í miðjan apríl en á sama tíma í fyrra.  Mesta fjölgunin er í hópi eldra fólks og einmanaleiki og kvíði eru algengustu ástæður símtalanna. Fjölga þurfti mikið í hópi sjálfboðaliða til að anna þessari fjölgun símtala og Rauði krossinn býst jafnvel við enn meiri fjölgun þegar faraldrinum linnir.

Frá áramótum og fram í miðjan apríl bárust 1717 um 10.000 símtöl. Á sama tímabili í fyrra voru þau um 4.000. Sandra Björk Birgisdóttir verkefnastjóri hjá 1717 segir að þessu til viðbótar séu símtölin þyngri. „Vanlíðan er meiri nú en áður, það er þyngra hljóð í fólki,“ segir hún.

„Vanlíðan er meiri nú en áður“

Flestir hringja vegna kvíða

Mesta aukningin hefur verið  í símtölum vegna einmanaleika og það sem af er ári hafa 780 símtöl verið vegna kvíða. Þar af voru 470 símtöl í mars og það sem af er apríl, en til samanburðar voru 168 símtöl vegna kvíða á því tímabili í fyrra. Kvíðinn er af ýmsum ástæðum, segir Sandra. „Stundum vegna ótta við að fá veiruna, fólk hefur áhyggjur af eigin heilsu og annarra. Stundum er kvíðinn fjárhagslegur. Fólk óttast um afkomu sína og það er nokkuð um símtöl frá fólki sem ýmist hefur misst vinnuna eða óttast að það gerist.“

Ástæða til að huga að stöðu barna

Sandra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu barna í faraldrinum. „Sumum líður ekki vel heima hjá sér af ýmsum ástæðum og þó þau búi við góðar aðstæður, þá líður mörgum þeirra illa yfir þessari röskun á daglegu lífi og að geta ekki farið í skólann og hitt vini sína.“

„Það er nokkuð um símtöl frá fólki sem ýmist hefur misst vinnuna“

Einmanaleiki eldri borgara er ekki nýtilkominn

Nánast jafn margar konur og karlar hringja í 1717. Flestir sem þangað leita eru börn og ungmenni 18 ára eða yngri og það hefur ekki breyst í faraldrinum. Næsti stærsti hópurinn er fólk sem er 67 ára og eldra og þar  hefur mesta aukningin orðið. Hjá elsta hópnum er félagsleg einangrun helsta ástæðan. „Því miður er þetta ótrúlega stór hópur, en þannig hefur það verið í mörg ár. Hjá mörgum er símtal í 1717 hluti af daglegu lífi. Félagsleg einangrun er alvarlegt ástand og með COVID-faraldrinum hefur umræðan aukist.“

„Við finnum að einangrunin er farin að taka sinn toll af fólki“

Sandra segir að það sem faraldurinn hafi haft í för með sér sé að nú upplifi fólk á öllum aldri félagslega einangrun í fyrsta sinn. „Vegna kórónaveirufaraldursins eru margir í aðstæðum sem þeir hafi aldrei verið í áður; að hafa takmarkað samneyti við annað fólk. Þetta eru aðstæður sem margt fólk átti ekkert von á að lenda í og við kunnum fæst að takast á við þetta. Við finnum að einangrunin er farin að taka sinn toll af fólki.“

Búast við enn frekari aukningu

Að sögn Söndru er 1717 gjarnan fyrsta skrefið hjá fólki sem upplifir breytingar á andlegri líðan sinni. „Fyrir suma dugar að spjalla við okkur, stundum er einfaldlega nóg að tala við einhvern sem hlustar á þig af einlægni. Aðrir þurfa meiri aðstoð.“

Sandra segir að hugsanlega megi búast við enn frekari aukningu, jafnvel eftir að faraldurinn verði um garð genginn og samkomubanni og takmörkunum á ferðum fólks hafi verið aflétt. „Oft kemur vanlíðan fólks fram síðar, eftir að ástandið er liðið hjá og lífið komið í þokkalega eðlilegt horf. Við erum þess vegna undirbúin fyrir að auka enn frekar við okkar mannskap.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
2
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
6
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu